is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24811

Titill: 
  • Öryggi barna í innkaupakerrum
  • Titill er á ensku Children's safety concerning shopping carts
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Foreldrum og forráðamönnum ættu að vera mjög umhugað um öryggi barna sinna og það er á þeirra ábyrgð að tryggja að umhverfi þeirra sé öruggt. Ein tegund frítíma– og heimilisslysa eru slys sem verða í innkaupakerrum en það hefur verið áætlað að um það bil 100 börn slasist árlega á Íslandi við að detta úr slíkum kerrum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þeirrar markhegðunar, að foreldrar eða forráðamenn setji börn ofan í innkaupakerrur í sex matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var tíðni þess að börn stæðu utan á innkaupakerrum í verslunum skoðuð. Þrír matsmenn töldu tíðni markhegðunar og samræmi á milli þeirra var 0,98. Niðurstöður leiddu í ljós að tíðni bæði markhegðunar og tíðni þess að börn stæðu utan á innkaupakerru var nokkuð algeng en afar misjöfn eftir matvöruverslunum og vekur sá breytileiki upp frekari rannsóknarspurningar.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerd Öryggi barna í innkaupakerrum.pdf780.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna