Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24813
Mæði-visnuveira (MVV) er lentiveira af ættkvísl retróveira. Hún veldur hæggengri lungnabólgu (mæði) og heilabólgu (visnu) í kindum. Aðalmarkfrumur veirunnar eru mónocytar/makrófagar. Veiran er náskyld HIV og hefur verið notuð sem módel fyrir HIV sýkingar.
Stöðug vopnakapphlaup milli veira og fruma hafa leitt af sér fjölda sértækra aðferða í vörnum hýsilsfrumu gegn veirusýkingum. Fruman hefur þróað með sér innrænar varnir gegn ýmsum sýkingum. Þessar varnir geta verið mjög sérhæfðar og tjáning þeirra spilar stórt hlutverk í hvaða frumur er hægt að sýkja og hverjar ekki. Dæmi um slíkan frumubundinn þátt eru APOBEC3 próteinin. APOBEC3 próteinin eru fjölskylda cytósín deaminasa sem geta hindrað retróveirur og retróstökkla. Þetta gera þau með því að afaminera cýtósín í úrasil í einþátta DNA á meðan á víxlritun stendur og valda þar með G-A stökkbreytingum í forveirunni. Vif (e. Virion infectivity factor) prótein lentiveira nýtir aftur á móti ubiquitin kerfi frumunnar til að ubiquitinera APOBEC3 og færa það til niðurbrots í proteasómi. Vif prótein HIV og SIV þurfa hjálp frá umritunarþættinum CBFβ til að starfa eðlilega en umritunarþátturinn reyndist hins vegar ekki nauðsynlegur fyrir virkni Vif próteina FIV, BIV og MVV. Komið hefur í ljós að Cyclophilin A (CypA) tengist Vif próteini MVV á tveimur stöðum um amínósýrurnar P21/P24 og P192.
Rannsóknir okkar sýna að með því að koma í veg fyrir bindingu CypA og Vif má endurheimta APOBEC3 virkni. Veira með stökkbreytingarnar P21A og P24A eftirmyndaðist hægar en villigerðarveira og hægar en veirur með hvora stökkbreytingu um sig. Einnig var tíðni G-A stökkbreytinga í P21A/P24A veirunni hækkuð. Veiru afbrigði sem inniheldur allar stökkbreytingarnar P21A/P24A/P192A eftirmyndast á svipuðum hraða og veira sem ekki getur bundið ubiquitin lígasann (SLQ-AAA) og er fjöldi APOBEC3 stökkbreytinga einnig sambærilegur. Aukin tíðni G-A stökkbreytinga er merki um APOBEC3 virkni og benda niðurstöðurnar til að Cyclophilin A hafi hlutverk í niðurbroti APOBEC3.
Auk próteasómsins, eru prótein einnig brotin niður í leysikornum í gegnum sjálfsát. Sjálfsáti hefur nýlega verið lýst sem mikilvægu ferli í ónæmissvari og hefur stýring á sjálfsáti verið tengd við ýmsar veirusýkingar, þar á meðal í HIV.
Niðurstöður okkar benda til að MVV hafi áhrif á sjálfsát við sýkingu. Makrófagar úr kindum sem sýktir hafa verið með MVV sýna tímabundna breytingu á sjálfsáti á þriðja og fjórða degi sýkingar. Þessi breyting er að einhverju leyti Vif háð, þar sem veira án Vif sýnir ekki sömu áhrif, en niðurstöður okkar sýna einnig að Vif prótein MVV bindur LC3 prótein í sjálfsátskerfinu. Þessar niðurstöður sýna nýja og áður óþekkta virkni MVV Vif.
Maedi-visnavirus (MVV) is a lentivirus from the genus retroviridae. It causes a slowly progressing chronic pneumonitis (maedi) and encephalitis (visna) in sheep. Primary target cells of MVV are monocytes/macrophages. The virus is closely related to HIV and has been used as a model for HIV infection.
The constant arms race between virus and host has led to a number of specific approaches in the host cell defense against viral infections. The cell has developed internal defenses against various infections. These defenses can be highly specialized and their expression plays a big role in the permissiveness of cells. An example of this system are the APOBEC3 proteins which are a family of cytosine deaminases capable of inhibiting retroviruses and retrotransposons. They do so by the deamination of cytosine into uracil in single stranded DNA during reverse transcription, thereby causing G to A hypermutation in the provirus. The viral counterattack is mediated by the Vif protein (Virion infectivity factor) which hijacks the cell's ubiquitin system and utilizes it to mark APOBEC3 for degradation via the proteasome pathway. The Vif proteins of HIV and SIV need the transcription factor CBFβ for normal operation; however, CBFβ is dispensable for the activity of FIV, BIV and maedi-visna virus (MVV) Vif proteins. Recently Cyclophilin A (CypA) was found to act as a cofactor in MVV showing high affinity for three proline residues at P21, P24 and P192 on MVV Vif.
As a part of this study, the connection between (CypA) and MVV Vif was examined. The results show that point mutations in the aforementioned proline residues individually affected replication of the virus somewhat without G-A hypermutation, but a Vif P21A/P24A mutant replicated considerably slower than a wild type virus with significant increase in G-A mutations, and the triple mutant Vif P21A/P24A/P192A was even more attenuated, showing about the same amount of APOBEC3 activity as a MVV mutant unable to bind the ubiquitin ligase complex (SLQ-AAA). The results show that Cyclophilin A has a role in degrading APOBEC3 and is necessary for the correct function of MVV Vif.
Aside from the proteasome pathway, degradation of proteins also takes place in the lysosome through autophagy. Autophagy has recently been described as an important process in the immune response and modulation of the system has been associated with a number of viral infections, such as HIV.
Our research indicates that MVV modulates autophagy during infection. Primary macrophages from sheep infected with MVV show a temporary change in autophagy on the third and fourth day of infection. This modulation appears to be Vif mediated as a virus without vif does not show the same effect. In addition, MVV Vif protein binds to the LC3 protein, a key player in the autophagy system. These findings indicate a new and previously unknown function of MVV Vif.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerð Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir.pdf | 2.72 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Aðalbjörg.pdf | 404.58 kB | Lokaður | Yfirlýsing |