is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24814

Titill: 
  • Áhrif fimiþjálfunar á lestrarfærni 7 ára stúlku með lestrarörðugleika og mikilvægi meðferðartryggðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif fimiþjálfunar á lestrarfærni stúlku í 1. bekk. Einnig var mæld meðferðartryggð hjá fjórum kennurum sem lært höfðu að beita aðferðum stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar með börnum í 1. bekk. Stýrð kennsla (e. Direct Instruction) er kennsluaðferð sem felur í sér skýr fyrirmæli og kennslustundir sem eru fyrirfram skipulagðar. Námsáætlun er hönnuð eftir þyngdarstigi verkefna þar sem hvert verkefni er undanfari þess næsta. Ef nemandi hefur ekki náð viðunandi færni er ekki farið í næsta verkefni. Fimiþjálfun (e. Precision teaching) er kennsluaðferð sem þjálfar fimi, með einstaklingsmiðuð markmið og mat á frammistöðu. Báðar kennsluaðferðirnar eru raunprófaðar og hafa niðurstöður rannsókna sýnt notagildi þeirra. Þessar aðferðir hafa enn ekki verið innleiddar hér á landi en þátttakandi hafði fengið kennslu með báðum aðferðunum. Meðferðartryggð (e. Treatment fidelity) felst í að inngripi sé beitt á viðeigandi og réttan hátt, samkvæmt áætlun. Meðferðartryggð er mjög mikilvæg til þess að geta ályktað um raunveruleg áhrif inngrips. Til að mæla meðferðartryggð voru beinar áhorfsmælingar í kennslustund notaðar og tryggð fimiþjálfunar mæld með sérstökum gátlista. Mælingar leiddu í ljós ásættanleg stig meðferðartryggðar. Mælingar á lestrarframmistöðu þátttakanda voru gerðar fjórum sinnum í viku í sex vikur ásamt tveimur viðameiri mælingum með tveggja mánaða millibili. Niðurstöður gáfu til kynna að fimiþjálfun hafi haft jákvæð áhrif á lestrarfærni þátttakandans.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf376.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna