Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24815
Í þessari ritgerð er reynt að kynna sérstaka tegund þýðinga: kvikmyndaþýðingar í gegnum skjátexta. Þetta þema valdi ég vegna þess að ég er sjálf virkur kvikmyndaþýðandi en ég uppgötvaði að þrátt fyrir að skjátextar væru algengasta tegund kvikmyndaþýðinga á Íslandi var lítið, næstum því ekkert, skrifað um þá á íslensku. Þessi ritgerð er þá meðal annars tilraun til þess að breyta því.
Í fyrsta kafla er fjallað um almenna eiginleika skjátexta og aðferðir sem notaðar eru við gerð þeirra; serstök athygli er beint að styttingu frumtexta og yfirfærslu menningarbundinna atriða. Einnig er rætt um þýðingarferli og gæði skjátexta.
Annar kafli lýsir þá hagnýtri beitingu þeirrar þekkingar á þýðingu gamanmyndarinnar Bjarnfreðarson af íslensku yfir á tékknesku. Í kaflanum er sagt frá helstu vandamálum sem ég þurfti að leysa við þýðingu og skjátextagerð.
Ritgerðinni fylgja tvö viðhengi sem æskilegt er að skoða við lestur ritgerðarinnar: yfirlit yfir frum- og marktextann og geisladiskur með sjálfri kvikmyndinni og tékknesku skjátextunum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Bjarnfredarson_lokagerd.pdf | 1.32 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_Martina.pdf | 310.11 kB | Locked | Yfirlýsing |