is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24819

Titill: 
  • Yngra-Stampagosið á Reykjanesi. Ásýndarlýsing og kornastærðargreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reykjaneseldar voru hrina eldgosa sem urðu úti fyrir ströndu Reykjaness sem og á skaganum sjálfum á árunum 1211-1240 e. Kr. Yngsta hraun Reykjaness, Yngra-Stampahraunið, rann í þessum eldum í gosi sem byrjaði úti fyrir ströndu en náði svo upp á land. Yngra-Stampagosið hlóð upp tvo gíga af hverfjallsgerð í fjörunni sem nú eru að mestu rofnir burt. Fyrst myndaðist um 650 m breiður gígur í fjörunni þar sem Vatnsfell er nú og kallast sá gígur Vatnsfellsgígur. Síðan gerði stutt goshlé og svo tók að gjósa lengra undan ströndu og þá myndaðist um 1600 m breiður gígur sem er nefndur Karlsgígur. Að lokum opnaðist sprunga á landi og frá henni rann Yngra-Stampahraunið. Vatnsfells- og Karlsgígur hafa uppbyggingu sem er dæmigerð fyrir gíga af hverfjallsgerð. Í gígleifunum sést að aðaluppbygging þeirra samanstendur af gjóskueiningum sett til af gusthlaupum og gjóskufalli og margar einingarnar bera þess merki að þessi ferli voru að gerast á sama tíma. Vettvangsathuganir á uppbyggingu gjóskunnar í Karlsgígnum ásamt kornastærðargreiningum sýna að í upphafi gossins hafi gusthlaup verið ráðandi setmyndunarferli. Síðan varð breyting á takti gossins og gjóskufall varð smám saman ríkjandi setmyndunarferli. Munur er á þykkt eininga milli sniða sem gefur til kynna að mikil breyting hefur orðið á afli flæðis í þeim gusthlaupum sem mynda Karlsgíg.

  • Útdráttur er á ensku

    The Reykjanes-fires refer to a volcano-tectonic episode with numerous eruptions that took place both on land at the point of Reykjanes and in the adjacent sea in the period 1211 to 1240 AD. The youngest lava on Reykjanes, the Younger-Stampar lava flow field, was produced in these fires in the year 1211 AD. This event began offshore with a Surtseyan eruption and then migrated onshore where a 4 km-long fissure produced the lava of the Younger-Stampar flow field. The offshore activity formed two tuff cones that now have largely been removed by wave erosion. First formed was a 650 m in diameter tuff cone, referred to as “Vatnsfellsgígur” and following a short lull in eruptive activity, another 1600 m wide tuff cone, “Karlsgígur”, was formed a bit further off shore. Then the Younger-Stampar fissure opened on land with associated lava fountaining and effusion. Depositional structures preserved in both tuff cone successions show that the tephra was emplaced by low concentration pyroclastic density currents (l-cPCDs = pyroclastic surges) as well as tephra fall. It is also evident that in some instances, these deposition modes took place at the same time. Depositional structures and grain-size measurements on samples taken from Karlsgígur indicate that emplacement of PDCs governed the initial phase of the eruption. Then the rhythm of activity changed and pyroclastic fall became an important contributor to the tephra deposition. Change in average unit thickness between sites suggests that the surges lost depositional power over a short distance.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir BS ritgerð.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir.pdf466.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF