is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24823

Titill: 
 • Þungburi: Mat á vexti og útkoma fæðingar
 • Titill er á ensku Macrosomia: Estimation of birthweight and birth outcome. A literature review
Útdráttur: 
 • Skilgreiningar á þungbura eru mismunandi. Þungburi er barn sem fæðist yfir ákveðinni þyngd og er ýmist miðað við ≥4.000 eða ≥4.500 gr óháð meðgöngulengd. Tíðni þungbura er misjöfn eftir löndum og er hvað hæst á Norðurlöndunum. Hér á landi hefur tíðni þungbura verið á bilinu 4,4-6,2% allra fæðinga á árunum 2004-2014.
  Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvaða áhrif það hefur á barneignarferlið þegar grunur vaknar um þungbura. Gerð var fræðileg samantekt með það að markmiði að skoða hvernig stærð fósturs er metin á meðgöngu og hversu nákvæmt það mat er, ásamt því að skoða útkomu fæðingar þegar um þungbura er að ræða. Notast var við gagnasöfnin PubMed, Cinahl og Google Scholar og leitað eftir rannsóknum frá árunum 2005-2016.
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru að hægt er að meta vöxt fóstur með klínískum aðferðum og ómskoðun. Mat á vexti fósturs er þó frekar ónákvæmt mat. Ef að grunur vaknar um þungbura á meðgöngu benda niðurstöður flestra rannsókna til að ekki sé réttlætanlegt að gangsetja konur eða gera fyrirfram ákveðinn keisaraskurð hjá konum í eðlilegri meðgöngu nema barnið sé áætlað ≥5.000 gr. Flestum rannsóknum ber saman um að þær konur sem eignast þungbura séu í aukinni áhættu á að fara í keisaraskurð, að fá spangarrifu og aukna blæðingu eftir fæðingu. Börnin eru í aukinni áhættu að hljóta axlarklemmu og fylgikvilla samhliða henni eins og til dæmis viðbeinsbrot og armflækju taugaskaða, þá eru þau einnig í aukinni hættu á vera með lágan blóðsykur og fá lægri Apgar stig.
  Flestar meðgöngur eru eðlilegar þó svo að barn fæðist stórt. Ef grunur vaknar um að kona gangi með stórt barn eru auknar líkur á inngripum á meðgöngu og í fæðingu.
  Leitarorð: Þungburi, stór miðað við meðgöngulengd, fæðingarþyngd, mat á væntanlegri fæðingar-þyngd, nákvæmni og útkoma.

 • Útdráttur er á ensku

  Multiple definitions exists for what a macrosomic baby is. A baby born macrosomic is a baby that has a birthweight greater than 4.000 gr or 4.500 gr regardless of gestational age. The prevalance of macrosomia varies by country and it is highest in the Nordic countries. In Iceland the prevalance of macrosomia was 4,4-6,2% of all births in the years 2004-2014.
  The purpose of this paper is to examine how suspicion of macrosomia influences the childbirth process. To answer this question a literature review was done to to examine how health professionals estimate birthweight of the fetus during pregnancy and how accurate it is, as well as to examine birth outcomes when women give birth to macrosomic babies. The databases PubMed, Cinahl ans Google Scholar were used and research fro the years 2005-2016 was examined.
  The main result of this project is that the two main methods for predicting birth weight are clinical and sonographic estimation. Estimation of birth weight is in general inaccurate. Most studies agree that suspected fetal macrosomia is not an indication for induction of labour. Prophylactic cesarean delivery may be considered for suspected fetal macrosomia with estimated fetal weights of more than 5.000 gr in pregnant women without any risk factors. Most studies agree that women who give birth to macrosomic babies are at increased risk for cesarean delivery, perineal lesions and post partum hemorrhage. Children that are born macrosomic are in increased risk of shoulder dystocia and birth trauma like clavicle fracture and brachial plexus injuries. They are also in increased risk of hypoglycemia and low Apgar score.
  Most pregnancies are normal even though the baby is macrosomic. If a woman is suspected to give birth to a macrosomic baby she is in increased risk for intervention in the pregnancy and labour.
  Keywords: Macrosomia, large for gestational age, birth weight, estimation of birth weight, accuracy, outcome.

Samþykkt: 
 • 1.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þungburi KHE.pdf825.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KristínHelga.JPG1.39 MBLokaðurYfirlýsingJPG