en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24824

Title: 
 • Title is in Icelandic Bergstyrkingar í Vaðlaheiðargöngum. Samanburður uppsettra bergstyrkinga við Q-kerfið
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Framþróun í gerð jarðganga og aukinn skilningur á bergtækni hefur á seinustu öldum gert jarðgöng hagkvæmari og öruggari. Nú til dags eru bergstyrkingar settar upp í samræmi við berggæði, sem metin eru út frá jarðfræðirannsóknum sem gerðar eru áður en framkvæmdir hefjast og á meðan þeim stendur. Við uppsetningu bergstyrkinga í Vaðlaheiðar-göngum, sem eru 7,2km löng veggöng á Norðurlandi, er tekið mið af berggæðamatskerfi Q-kerfisins eins og venja er við gerð vegganga á Íslandi. Q-kerfið byggir á áralangri reynslu af jarðgangagerð um allan heim þar sem heilleiki bergs og eiginleikar sprunga í bergmassanum hefur verið metinn og borinn saman við uppsettar styrkingar. Þannig eru mynduð tengsl milli berggæða og magns bergstyrkinga við mismunandi aðstæður.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða uppsettar bergstyrkingar á þrem köflum í Vaðlaheiðargöngum og bera þær saman við bergstyrkingar sem Q-kerfið mælir fyrir um. Þegar þessi ritgerð er skrifuð eru göngin enn í byggingu og endanlegt magn styrkingar liggur því ekki fyrir. Tekið verður tillit til þess í niðurstöðum á samanburði styrkingamagns. Auk þess eru gerð líkön af þrem mismunandi þversniðum á gangaleiðinni með bergtækniforritinu RS2. Markmið líkangerðarinnar er annarsvegar að meta virkni bergstyrkinga skv. Q-kerfinu og hinsvegar að leggja mat á þá mismunandi þætti sem geta haft áhrif á mat á virkni bergstyrkinga í slíkri líkangerð. Í því samhengi er notkun GSI-stuðulsins og áhrif hans á eiginleika bergmassa í tölvulíkönum rannsökuð.
  Samanburður á uppsettu magni bergstyrkinga og fyrirskrifuðu magni skv. Q-kerfinu leiddi í ljós að á tveimur rannsóknarsvæðum voru færri bergboltar og meira af trefjastyrktri sprautusteypu notað heldur en mælt var fyrir um. Þessu var síðan öfugt farið á þriðja rannsóknarsvæðinu, en auk áður talinna styrkinga voru þar settir upp fleiri grindarbogar en Q-kerfið hafði mælt fyrir um. Magn uppsettra bergstyrkinga mun að öllum líkindum breytast þegar fram líða stundir en úttektir á bergstyrkingum eru nauðsynlegar til að sannreyna berggæðamatskerfi eins og Q-kerfið og aðlaga þau að íslenskum aðstæðum.
  Líkanreikningar á bergstyrkingum sýndu að fyrirskrifaðar bergstyrkingar komust nálægt því að uppfylla öryggisskilyrði, en ákvarða þyrfti hvort frekari bergstyrkinga væri þörf á þessum svæðum. Breytingar í GSI-stuðli bergmassans hafði mikil áhrif á bergfærslur og virkni bergstyrkinga í öllum tilfellum. Við lækkuð GSI gildi var virkni bergstyrkinga minni svo mikilvægt er að inntaksstærðir í líkangerð séu valdar af skynsemi. Gerð og reikningur líkana eins og þeirra sem notuð eru í þessari ritgerð getur verið fljótleg og auðveld leið til að kanna virkni fyrirskrifaðra bergstyrkinga áður en þær eru settar upp, auk þess að gera má aðrar athuganir, en vanda þarf val á inntaksstærðum við gerð líkana þannig að niðurstöður gefi rétta mynd af göngunum.

Accepted: 
 • Jun 1, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24824


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MSc_Vignir_Val_Steinarsson.pdf33.64 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Vignir Val Steinarsson-Skemman_yfirlysing_16.pdf320.17 kBLockedYfirlýsingPDF