is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24827

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga félagskvíðakvarðanna Liebowitz Social Anxiety Scale og Social Phobia Weekly Summary Scale
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að meta próffræðilega eiginleika íslenskra þýðinga á félagskvíðakvörðunum Liebowitz Social Anxiety Scale (LSAS) og Social Phobia Weekly Summary Scale (SPWSS). Kvarðarnir eru notaðir við mat á alvarleika félagsfælnieinkenna. LSAS er klínískur matskvarði (clinical rating scale) sem er notaður til að meta kvíða og forðun í 24 félagslegum aðstæðum. SPWSS er 8 atriða sjálfsmatskvarði sem er beitt til að meta viðhaldandi þætti í félagsfælni, meðal annars sjálfmiðaða athygli og jórtrun (rumination). Þátttakendur rannsóknarinnar voru 61 talsins í tveimur úrtökum, klínísku úrtaki og almennu úrtaki. Allir þátttakendur klíníska úrtaksins (N = 36) voru greindir með félagsfælni en almenna úrtakið samanstóð af fólki án nokkurra geðraskana (N = 25). Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að innri áreiðanleiki LSAS í heild var mjög góður, bæði í klínísku og almennu úrtaki, sem var í samræmi við fyrri rannsóknir. Hann var einnig góður fyrir undirkvarða LSAS. Innri áreiðanleiki SPWSS í klínísku úrtaki var viðunandi en hann var ófullnægjandi í almennu úrtaki sem var ekki í samræmi við væntingar rannsakenda. Bæði LSAS og SPWSS greindu vel á milli þeirra sem voru með félagsfælnigreiningu samkvæmt The Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI) og þeirra sem greindust ekki með félagsfælni. Það bendir til viðunandi samleitniréttmætis kvarðanna. Ekki fundust tengsl á milli stigafjölda á LSAS og þunglyndisgreiningar á MINI. Það bendir til viðunandi aðgreiningarréttmætis kvarðans þar sem honum er ætlað að meta félagsfælni en ekki þunglyndi. Tengsl fundust á milli stigafjölda á SPWSS og þunglyndisgreiningar á MINI. Þau tengsl voru þó mun veikari en við félagsfælnigreiningu á MINI og því er aðgreiningarréttmæti talið ásættanlegt. Niðurstöður réttmætisathugana voru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir og væntingar rannsakenda. Helstu ályktanir eru þær að próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga LSAS og SPWSS séu góðir í klínísku úrtaki. Niðurstöður voru minna afgerandi í almenna úrtakinu en þó viðunandi í flestum tilvikum.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Próffræðilegir eiginleikar LSAS og SPWSS, Elva Björk og Þuríður.pdf233.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna