is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24828

Titill: 
  • Spáir ráðningar og aðlögunarhæfni fyrir um árangur í atvinnuleit?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort ráðningarhæfni (e. employability) hafi áhrif á hversu vel gangi að fá vinnu aftur eftir atvinnumissi. Sérstaklega var prófað hvort aðlögunarhæfni (e. adaptability) sem er einn þáttur ráðningarhæfni geti spáð fyrir um hversu lengi einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá. Aflað var upplýsinga um hversu lengi 95 manns sem tekið höfðu þátt í rannsókn Lindu Bjarkar Einarsdóttur á aðlögunarhæfni árið 2012 hefðu verið á atvinnuleysisskrá. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hvorki ráðningarhæfni né aðlögunarhæfni ein og sér spái fyrir um hversu lengi atvinnuleitendur eru að komast aftur til starfa. Konur voru að meðaltali þremur mánuðum lengur á atvinnuleysisskrá en karlar. Lítil tengsl komu í ljós á milli annarra þátta ráðningarhæfni og hvernig þátttakendum gekk að fá vinnu. Hvorki aldur né reynsla reyndust segja til um þann tíma sem einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá. Þeir sem voru með stúdentspróf voru lengst á skrá og fólk með framhaldsmenntun þar á eftir á meðan þeir sem voru með fyrstu háskólagráðu voru styst á skrá. Úrtak rannsóknarinnar var lítið þar sem mikið brotfall var úr hópnum á öllum stigum rannsóknarinnar. Kerfisbundin úrtaksskekkja er því líklega til staðar og sá aðferðafræðilegi annmarki getur haft veruleg áhrif á niðurstöður. Aðferðafræðilegir annmarkar við rannsóknir á atvinnuleitendum eru ræddir.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klara-loka-skila.pdf1.08 MBLokaður til...26.05.2100HeildartextiPDF