is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24830

Titill: 
  • Aldraðir á bráðamóttöku Landspítala. Samanburður á skimunartækjunum ISAR, TRST og interRAI BM skimun
  • Titill er á ensku The elderly in the emergency department at Landspitali. Comparison of the screening instruments ISAR, TRST and interRAI ED screener
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Áætlað er að aðsókn aldraðra á bráðamóttökur muni aukast verulega á næstu áratugum. Aldraðir eru að mörgu leyti ólíkir yngri sjúklingum og hafa gjarnan mörg og flókin heilsufarsleg vandamál. Hefðbundið skipulag á bráðamóttökum, með tilheyrandi hraða og forgangsröðun, þykir ekki mæta þörfum aldraðra nægilega vel og eru þeir í mikilli hættu á að hljóta neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar eftir komu sína þangað. Þetta kallar á nýjar nálganir og aðlögun heilbrigðiskerfa víða um heim að fjölþættum þörfum þessa sjúklingahóps. Á síðustu áratugum hafa fjölmörg skimunartæki verið þróuð með það að markmiði að greina aldraða sjúklinga sem eru í hættu á neikvæðum afleiðingum svo hægt sé að vísa þeim í viðeigandi úrræði. Skimunartækin ISAR og TRST hafa mest verið rannsökuð en InterRAI BM skimun er nýtt og lítið prófað.
    Aðferðir: Gerð var framsýn þversniðsrannsókn til að bera saman ISAR, TRST og interRAI BM skimun. Þátttakendur voru 67 ára og eldri sjúklingar (n=200) sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu 8. febrúar til 9. mars 2016. Bakgrunnsupplýsingar um aldur, búsetuform, heimaþjónustu og það hvort sjúklingur byggi einn fengust frá þátttakendum eða aðstandendum þeirra. Öll þrjú skimunartækin voru lögð fyrir þátttakendur. Kí-kvaðrat próf var notað til að kanna hvort tölfræðilega marktækur munur væri milli kynja varðandi eftirfarandi atriði: bakgrunn, svör við einstökum spurningum skimunartækjanna og heildarstigafjölda úr þeim. Reiknaður var Pearson fylgnistuðull til að meta fylgni milli skimunartækjanna hvað varðar heildarstigafjölda og áhættuflokkun. Notast var við Cohen’s kappa til að meta samræmi milli skimunartækjanna við áhættuflokkun sjúklinga.
    Niðurstöður: Samtals tóku 200 þátt í rannsókninni en 36 neituðu eða gátu ekki tekið þátt. Af þátttakendum voru 44,5% voru karlar. Meðalaldurinn var 78,9 ár. Konur voru að jafnaði eldri en karlar, fengu frekar heimaþjónustu og bjuggu oftar einar. Ekki var teljandi munur milli kynja varðandi svör við spurningum skimunartækjanna að frátöldum þremur spurningum eða einni í hverju skimunartæki. Af þátttakendum fengu 57% ≥2 stig úr ISAR, 71,5% fengu ≥2 stig úr TRST og 71,5% fengu ≥3 stig úr BM skimun og flokkuðust í áhættu. Þeir þátttakendur sem voru 80 ára og eldri og þeir sem nutu einhvers konar heimaþjónustu fengu að jafnaði fleiri stig úr öllum skimunartækjunum. Þátttakendur sem bjuggu einir fengu að meðaltali fleiri stig úr TRST. Konur höfðu tilhneigingu til að fá fleiri stig úr skimunartækjunum en karlar, munurinn var þó einungis tölfræðilega marktækur fyrir BM skimun. Jákvæð marktæk fylgni mældist milli allra skimunartækjanna. Sterkasta fylgnin var milli ISAR og TRST en var þó einungis í meðallagi. Fylgni milli áhættuflokkunar ISAR og TRST var veik en fylgni milli BM skimunar og bæði ISAR og TRST var hverfandi. Samræmi í áhættuflokkun var allnokkuð milli BM skimunar og bæði ISAR og TRST. Miðlungssamræmi var milli ISAR og TRST.
    Ályktun: Skimunartækin henta almennt ekki vel ein og sér en bent hefur verið á að þau gætu gagnastsamhliða klínísku mati hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu nokkurt samræmi BM skimunar við ISAR og TRST en ekki nægilega mikið til að réttlæta innleiðingu BM skimunar. Frekari rannsókna er þörf á þessu nýja skimunartæki til að staðfesta niðurstöður okkar sem og niðurstöður áframhaldandi rannsóknar rannsóknarhópsins.
    Lykilorð: Aldraðir, bráðamóttaka, hjúkrun, skimun, áhætta, TRST, ISAR, interRAI BM skimun

  • Útdráttur er á ensku

    Background: The number of emergency department (ED) visits by elderly people is expected to rise considerably in the next decades. Elderly patients are in many ways different from younger patients and often have complex health-related problems and comorbidities. The traditional fast-paced ED model is not thought to adequately meet the complex needs of the elderly, who are at high risk of adverse outcomes after discharge. This calls for new approaches and adjustments of healthcare systems around the world. In the last decades a number of screening instruments have been developed to identify those at risk for adverse outcomes and in need of geriatric interventions. The ISAR and the TRST are the most studied of those instruments, whereas the interRAI ED screener is a new screening instrument in the form of a mobile app, which has been translated into Icelandic.
    Methods: A prospective cross-sectional study was conducted to compare the ISAR, TRST and interRAI ED screener. 200 patients aged 67 and over were recruited at their visit to the emergency department at Landspitali from February 8th to March 9th 2016. The background information about the patient’s age, accommodation, home service and whether a patient lived alone or not was obtained via the patient or caregiver. The three screening tools were used on all the participants. We used a chi-square test to see whether there was a statistical difference between sexes regarding their background information, answers to each question of the screening tools and their total scores. Pearson’s correlation coefficient was calculated to assess the correlation between the screening tools regarding total score and risk stratification. Finally, Cohen’s kappa was used to assess the extent of agreement between the screening tools regarding risk stratification of patients.
    Results: A total of 200 agreed to participation whereas 36 declined or were not able to participate. Of the participants, 44,5% were male. The mean age was 78,9 years. Women were on average older than men and were more likely to live alone and accept home service. There was no statistically significant difference between sexes regarding the answers to the screening tools questions aside from three questions or one from each screening tool. Participants that got an ISAR score of ≥2 were 57% and 71,5% out of TRST and 71,5% got an interRAI ED screener score of ≥3. These participants were classified in risk of adverse outcomes. Participants 80 years and older and those who accepted any kind of home service got on average a higher score out of all the screening tools. Participants who lived alone got on average a higher score out of all the screening tools. Women tended to get a higher score than men out of all the screening tools, the difference was only statistically significant for ED screener. The strongest correlation was between ISAR and TRST, nevertheless it was only fair. The correlation between ISAR and TRST risk stratification was weak but the correlation between ED screener and both ISAR and TRST was negligible. ED screener was in fair agreement with both ISAR and TRST regarding risk stratification whereas ISAR was in moderate agreement with TRST.
    Conclusion: The screening tools do not function properly on their own, but studies have shown that the screening tools could be useful when used along with a nurse’s clinical judgement. The results of our study indicated that the InterRAI ED Screener is partly in accordance with the ISAR and TRST screening tools, but not enough to justify an introduction. Further research is needed to confirm the conclusions of this study.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf2.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna