is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24833

Titill: 
  • Athygli í vítaspyrnum. Spá reyndir fótboltamarkmenn betur fyrir um stefnu vítaspyrna en óreyndir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að afreksíþróttamenn standa sig betur á hugrænum prófum sem sniðin eru að þeirra íþróttagreinum. Þær hafa meðal annars sýnt að afreksíþróttamenn spá betur fyrir um komandi atburði og að þeir eigi auðveldara með að skipta athyglinni á milli verkefna sem þarf að framkvæma samtímis. Í þessari rannsókn var kannað hvort reyndir fótboltamarkmenn spá betur fyrir um stefnu og hæð vítaspyrna en óreyndir og hvort reyndir markmenn truflist síður við að birt séu óvænt áreiti samhliða meginverkefninu að verja vítaspyrnur. Þátttakendur voru 15 karlkyns afreksfótboltamarkmenn og 15 karlmenn sem höfðu lítinn áhuga og reynslu af fótbolta. Þátttakendur horfðu á myndbönd sem sýndu leikmenn hlaupa að bolta á vítaspyrnupunkti en um leið og sparkað var í boltann varð skjárinn svartur og áttu þátttakendur að spá hvert skotið var með því að ýta á samsvarandi takka á lyklaborði. Niðurstöður sýndu að reyndu markmennirnir voru marktækt betri að spá fyrir um stefnu vítaspyrna en óreyndu. Ályktað er að reynsla reyndu markmannana fengin við raunaðstæður hafi skilað þeim ávinningi að leysa verkefnið við myndbandsaðstæður. Enginn truflun varð á frammistöðu reyndra né óreyndra þegar óvænt áreiti birtust með vítaspyrnunum. Ekki er því hægt að álykta um athyglisauðlindina sem reyndir og óreyndir lögðu í verkefnið.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf531.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Davíð.pdf312.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF