is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24835

Titill: 
  • Sjálfbær skipulagsgerð á Íslandi: Notkunarmöguleikar DGNB umhverfisvottunarkerfisins
Útdráttur: 
  • Gert er ráð fyrir að árið 2030 muni 70% mannkyns búa í þéttbýli en slík borgarþróun getur haft neikvæð umhverfisleg og félagsleg áhrif í för með sér. Þjóðir heims hafa sammælst um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til að takast á við helstu viðfangsefni nútímans. Sjálfbær þróun er áberandi í skipulagslögum hér á landi en aftur á móti er engin leiðarvísir eða eftirfylgni hjá stjórnvöldum um hvernig eigi að ná því markmiði. Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða alþjóðlega umhverfisvottunarstaðalinn DGNB fyrir skipulagsgerðir, hvernig hann er notaður til að meta sjálfbærar lausnir í þéttbýli, hvort hann henti fyrir ísland og um leið skoðuð rökin fyrir að nýta slík vottunarkerfi fyrir skipulagsgerð hér á landi. Í verkefninu er skoðað hvernig DGNB kerfið er sett upp og síðan skoðað í samhengi við íslenskt deiliskipulag, Vogabyggð, sem nú er í vinnslu. Rannsókninni er skipt í tvo hluta þar sem annars vegar er athugað hvort deiliskipulag Vogabyggðar taki á öllum þeim þáttum sem DGNB gerir kröfur um og hinsvegar eru fimm vísar valdir og reiknaðir út með fyrirliggjandi gögnum frá deiliskipulagi Vogabyggðar. Helstu niðurstöður sýna að notkunarmöguleikar DGNB eru miklir hér á landi en samræma þyrfti kerfið og íslenska skipulagsgerð. Deiliskipulag Vogabyggðar tekur á flestum þeim þáttum sem DGNB gerir kröfur um en þörf er á að skoða nánar hvernig vísar eru reiknaðir út og hvaða gögn þurfi til að meta sjálfbærni skipulagsins. Ljóst er að alþjóðlegur umhverfisvottunarstaðall líkt og DGNB myndi ýta undir sjálfbærni í þéttbýli þar sem þörf er á skýrari ramma og eftirfylgni hvað það varðar og getur DGNB kerfið hæglega orðið hluti af slíkri stefnu.
    Lykilorð: DGNB umhverfisvottun, skipulagsgerð, borgarskipulag, sjálfbær þróun.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ErlaBjörg_MSc_lokaútgáfa.pdf3.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ErlaBjörg.jpg256.31 kBLokaðurYfirlýsingJPG