is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24840

Titill: 
  • Talnalykill: Notkun og viðhorf á landsvísu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Um 5% barna í grunnskólum eiga erfitt með stærðfræði en erfitt er að vita hverjir það raunverulega eru sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Til að finna út hverjir það eru þarf að meta ákveðna þætti náms og kennslu. Til þess eru notuð stöðluð próf. Talnalykill er staðal- og markbundið próf hannað fyrir skimun á stærfræðierfiðleikum nemenda í 1. – 7. bekk. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast sýn á notkun og viðhorf grunnskóla landsins til Talnalykils og gera samanburð á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Lagt var upp með að hafa samband við alla grunnskóla á landinu. Af þeim voru 127 sem tóku þátt í rannsókninni. Haft var samband við skólastjórnendur þeirra skóla og lagður fyrir spurningarlisti um notkun, viðhorf, þörf og mögulegar uppfærslur á Talnalykli. Notkun Talnalykils er mjög mikil á Íslandi og er viðhorf til hans almennt jákvætt. Eitthvað er um að notendur telji uppfærslur á prófinu tímabæra þar sem hann er kominn til ára sinna en þrátt fyrir það þykir prófið gagnlegt við að finna hverjir það eru sem þurfa á aðstoð að halda í stærðfræði. Á heildina litið er ekki mikill munur á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinnni en þó eru einstaka hlutir sem skera sig úr.

Samþykkt: 
  • 2.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni-01.06.16-f.skemmuna.pdf552.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna