Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24845
Við rætur Breiðamerkurjökuls hefur frá árinu 1934, myndast gríðarstórt sporðlón. Þekkt á heimsvísu fyrir einstaka náttúrufegurð og ísbláar klakablokkirnar, hefur Jökulsárlón á skömmum tíma orðinn einn helsti ferðamannastaður landsins. Talið er að einn þriðji allra ferðamanna heimsæki Jökulsárlón.
Lónið er orðið 8 km að lengd og hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú orðið dýpsta stöðuvatn landsins. Lónið hefur þá sérstöðu að í það berast þrjár gerðir vatns, hlýr sjór flæðir inn um Jökulsá með sjávarföllunum, framburður undan jöklinum í lónið og svo bráðnar ís í lónið en stöðugt kelfir í lónið af Breiðamerkurjökli. Hlýr sjórinn er súrefnisríkur og með seltunni fylgir hár styrkur ólífræns kolefnis. Sjórinn er eðlisþyngri en vatnið sem til staðar er í lóninu og sekkur því til botns. Þaðan flæðir sjórinn í átt að jöklinum, kólnar og rís upp súrefnis- og seltuminni og blandast yfirborðinu. Þaðan berst hann í átt til sjávar. Á leiðinni bætist í blönduna súrefni úr lofti og vegna tillífunar þörunga. Hringrásinni um lónið lýkur með útflæði Jökulsár til sjávar.
Alla tíð hafa verið stundaðar rannsóknir á jöklum Íslands og núna á tímum hnattrænnar hlýnunar hafa þær aukist til muna. Þetta verkefni fjallar um mat á kolefnis- og súrefnisbúskap Jökulsárlóns, hvað verður um innflæði sjávar við komu í lónið og hvaða áhrif innflæðið hefur á vistkerfi lónsins. Verkefnið byggir á efnagreiningum á sýnum úr leiðöngrum sem farnir voru snemma sumars og byrjun vetrar árið 2015. Verkefnið er framlag til rannsókna Vegagerðarinnar og Háskóla Íslands um þróun Jökulsárlóns á síðustu áratugum sem og þeim næstu og hvort að skerast þurfi í leikinn.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Jökulsárlón_Sindri_2.pdf | 1.9 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Skemman_Yfirlýsing.pdf | 488.28 kB | Locked Until...2136/06/25 | Yfirlýsing |