is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24852

Titill: 
  • Undirþættir taugaveiklunar og staðalímyndir kynjanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Persónuleikaþátturinn taugaveiklun og undirþættir hans hafa verið tengdir við ýmis heilsufarsleg vandamál. Kynjamunur hefur fundist á undirþáttum taugaveiklunar en þennan mun má mögulega rekja til mæliskekkju vegna félagslegs æskileika. Forsenda þess að svo sé er að álit samfélagsins á taugaveikluðu fólki sé háð kyni en ólíkar staðalímyndir kynjanna geta rennt stoðum undir þá forsendu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða þetta. 702 þátttakendur, valdir með hentugleika, svöruðu rafrænni könnun. Í könnuninni var álit þátttakenda á persónu, annað hvort karli eða konu, sem býr yfir ákveðnum undirþætti taugaveiklunar athugað. Tilgáturnar voru þær
    að álit þátttakenda á karli sem búi yfir varnarleysi eða kvíða sé verra en á konu sem búi yfir sömu eiginleikum og að álit á hvatvísri konu sé verra en á hvatvísum karli. Engin tilgáta stóðst. Kvíðin eða varnarlaus kona var metin verr en kvíðinn eða varnarlaus karl og enginn munur fannst á áliti á hvatvísri konu og hvatvísum karli. Ekki var búist við mun á áliti þátttakenda á manneskjum sem bjuggu yfir reiðiþrunginni fjandsemi og
    þunglyndi, en enginn munur fannst. Álit þátttakenda á karli með sjálfsvitund var verra en álit á konu með sjálfsvitund, en því hafði ekki verið búist við. Þessar niðurstöður renna því ekki stoðum undir þá hugmynd að mæliskekkja vegna félagslegs æskileika skýri kynjamun í mælingum á taugaveiklun.

Samþykkt: 
  • 2.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-notanotanota.pdf306.09 kBLokaður til...02.06.2036HeildartextiPDF