is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24859

Titill: 
  • Hali í Suðursveit. Greining jarðlaga í holu HA-25
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Hala í Suðursveit eru starfrækt gistiheimili og veitingastaðir, ásamt því að fiskeldi og íbúðarhús eru á svæðinu. Boraðar hafa verið 25 holur þar til rannsókna og vinnslu á jarðhita til að geta séð þessum rekstri fyrir heitu vatni. Hola HA-25 var boruð á tímabilinu 1. maí til 13. júní árið 2015. Hola HA-25 er 686 m djúp og við borun voru tekin sýni af borsvarfi á tveggja metra fresti. Rannsókn á borsvarfinu fór þannig fram að hvert sýni var þvegið og síðan skoðað og greint í víðsjá. Helstu einkenni hvers sýnis voru athuguð og skráð. Tegund og gerð bergsins var greind, ummyndunarsteindir greindar og stig ummyndunar áætlað. Þá var magn pýríts, kalsíts, oxunar og magn sprungufyllinga metið. Gögnin voru slegin inn í forritið LogPlot (RockWare, 2007) og mynd af jarðlagastaflanum teiknuð upp. Þá voru áður gerðar jarðlagamælingar bornar saman við greiningu jarðlaga. Ummyndunarsteindir og leir voru tekin úr völdum sýnum og greind til tegundar með röntgengreiningu.
    Jarðlagastaflinn er nær einvörðungu gerður úr nokkuð ummynduðum hraunlögum með all nokkru af ummyndunarsteindum og rauðleitum karga. Ummyndun bergsins ber þess merki að hafa myndast við allt að 230-240°C en klórít finnst frá yfirborði niður til botns. Síðari tíma ummyndun er vegna lághita vatnskerfis þar sem laumontít er mest áberandi sem og aðrir zeólítar sem myndast við lægri hita.

  • Útdráttur er á ensku

    There are several hotels and restaurants at Hali in Suðursveit, along with residential houses and a fish-farm is also operated in the area. In an attempt to provide these companies with hot water, 25 holes have been drilled in the region for research and processing of geothermal energy. Borehole HA-25 was drilled during the period of the 1st of May until the 13th of June, 2015. The borehole is 686 m deep and while drilling, samples were taken every two meters. Examination of the samples was conducted by washing each sample and analysing it using a binocular microscope. The main characteristics of each sample was described and recorded. The type of the rock was analysed, alteration minerals identified and the stage of alteration estimated as well as volume of pyrite, calcite, oxidation and magnitude of vein fillings. A simplified projection of the formation was drawn and available geophysical logs were compared to the lithological analysis. Chosen samples of alteration minerals and clay were analysed using X-ray diffraction.
    The rock is almost exclusivly made up of lava flows that have been subjected to digenetic alteration and/or low grade metamorphism, alternating with scoriaceous layers containing significant amount of alteration minerals. The secondary mineral assemblage in the succession, i.e. presence of chlorite throughout, reveals alteration temperatures of 230-240°C. Later stage alteration features laumontite and other zeolites formed at lower temperatures.

Samþykkt: 
  • 2.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagur_Sigurðarson_Hali_í_Suðursveit_greining_jarðlaga_í_holu_HA-25_1.pdf2,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna