is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24861

Titill: 
  • Áhrif mismunandi skrifstofurýma á sálfræðilega endurheimt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjöldi rannsókna hafa lýst áhrifum umhverfis á fólk sem hefur verið kallað sálfræðileg endurheimt. Við sálfræðilega endurheimt er geta til að halda athygli og einbeitingu endurheimt svo einstaklingur geti haldið áfram að starfa og sinna þörfum daglegs lífs að bestu getu. Í þessari ritgerð var gerð rannsókn á eiginleikum mismunandi skrifstofurýma til sálfræðilegrar endurheimtar. Rýmin sem um ræðir innihéldu ýmist glervegg, mattan glervegg, eða heilan hvítan vegg, sem er skilgreint sem hefðbundin skrifstofa. Niðurstöður leiddu í ljós að glerveggur í skrifstofu veitir meiri möguleika til sálfræðilegrar endurheimtar heldur en hefðbundin skrifstofa. Blendnar niðurstöður voru varðandi mattan glervegg í vinnurými. Mikilvægt er fyrir atvinnumarkað og samfélagið í heild að öðlast vitneskju um hvernig aðstæður séu ákjósanlegar fyrir starfsfólk og hvernig hægt sé að breyta útliti vinnustaðar til hins betra fyrir streitustig, heilsu og líðan starfsfólks.

Samþykkt: 
  • 2.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja Vignisdóttir.pdf556.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Lilja.pdf292.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF