Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24868
Greint er frá niðurstöðum rannsóknar á ofbeldi innan íslenskra hjúkrunarheimila en þessi rannsókn er sú fyrsta hérlendis sem greinir frá því. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi gegn öldruðum er vandamál á heimsvísu. Tilgátur þessarar rannsóknar voru þær að starfsfólk í umönnun verði vitni að ofbeldi á hjúkrunarheimilunum sem það vinnur á, að starfsfólk verði vart við allar gerðir ofbeldis sem kannaðar voru inn á hjúkrunarheimilunum, að starfsfólk tilkynni ekki það ofbeldi sem það verði vart við og að starfsfólk í ummönnun verði fyrir öllum gerðum ofbeldis sem kannaðar voru af hálfu heimilisfólks.
Gerð var megindleg rannsókn þar sem þátttakendur voru starfsfólk í aðhlynningu aldraðra tveggja hjúkrunarheimila. Spurningarlistar voru einungis lagðir fyrir á íslensku og því var íslenskukunnátta þátttakendum nauðsynleg en þátttakendur voru 94. Niðurstöður voru ekki allar í samræmi við tilgátur, starfsfólk í aðhlynningu reyndist vissulega sjá ofbeldi, en þó ekki allar gerðir þess. Starfsfólk varð vart við vanrækslu, líkamlegt og andlegt ofbeldi en ekki var sýnilegt að fjárhagslegt ofbeldi væri til staðar innan hjúkrunarheimila. Fleira starfsfólk tilkynnti ofbeldið sem það varð vitni að en ekki. Starfsfólk sagðist verða fyrir öllum gerðum ofbeldis á hjúkrunarheimilum sem kannaðar voru af hendi heimilismanna. Þær tegundir ofbeldis sem starfsfólk varð fyrir voru kynferðisleg áreitni, líkamlegt og andlegt ofbeldi. Það mætti því álykta sem svo að ofbeldi sé til staðar innan hjúkrunarheimila bæði gegn heimilismönnum og starfsfólki. Lagt er upp með að auka mönnun á hjúkrunarheimilum ásamt starfsöryggi til þess að draga úr ofbeldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ofbeldi gegn öldruðum á íslenskum hjúkrunarheimilum.pdf | 557,69 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing 001.jpg | 482,92 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |