en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2487

Title: 
  • Title is in Icelandic Vinnustaðamenning Háskóla Íslands
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Vinnustaðamenning er kjarni allrar starfsemi skipulagsheilda og hefur áhrif á árangur og frammistöðu þeirra. Undirliggjandi hugmyndir og skoðanir starfsfólks mynda þennan kjarna og öðlast merkingu fyrir það í gegnum félagsmótun og samskipti á vinnustað. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á vinnustaðamenningu HÍ og mæla viðhorf starfsfólks til þeirra árangursmarkmiða sem sett eru fram í stefnu skólans fyrir tímabilið 2006-2011. Einnig er lagt mat á hvort akademískir starfsmenn upplifi vinnustaðamenningu og árangur HÍ með öðrum hætti en starfsfólk í stjórnsýslu og stoðþjónustu. Hliðstæður samanburður er gerður á viðhorfi starfsfólks ólíkra fræðasviða. Rafræn könnun var lögð fyrir starfsfólk HÍ í febrúar og mars 2009 sem byggir á spurningalista Denison Organizational Culture Survey og svöruðu alls 371 könnuninni. Spurningalistinn skiptist í fjórar yfirmenningarvíddir sem mæla þátttöku, samræmi, aðlögunarhæfni og markmið en rannsóknir hafa sýnt að þau menningareinkenni hafa talsverð áhrif á árangur skipulagsheilda. Helstu niðurstöður eru þær að vinnustaðamenning Háskólans einkennist fyrst og fremst af skýrum markmiðum og stefnu. Starfsfólki finnst skólinn hafa skýran tilgang og framtíðarsýn sem móti starf þeirra, gefi því þýðingu og veiti þeim hvatningu. Helsti veikleiki vinnustaðamenningar HÍ er skortur á samhæfingu og samvinnu milli ólíkra starfseininga og stjórnstiga skólans. Starfsfólk Háskólans er ánægt í starfi og þykir skólinn standa sig vel í því sem honum er ætlað að gera. Af þeim árangursþáttum sem þátttakendur voru beðnir að leggja mat á fannst þeim minnst til gæða stjórnunar og stoðþjónustu skólans koma. Þá reyndust akademískir starfsmenn vera marktækt óánægðari en starfsmenn stjórnsýslunnar hvað það varðar.

Accepted: 
  • May 6, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2487


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Brynhildur_rétt snið.pdf3.95 MBOpenHeildartextiPDFView/Open