is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24870

Titill: 
  • Kynjamunur á samlíðan: Kynhlutverk, karlmennska og kvenleiki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margir fræðimenn hafa haldið því fram að kynjamunur á samlíðan sé óumdeilanlega til staðar. Við yfirferð á þeim gögnum sem til staðar eru kemur þó í ljós að þetta er einföldun á niðurstöðum sem oft eru litaðar af mæliskekkjum og staðalmyndum kynjanna. Í fræðilegu samhengi hefur verið erfitt að skilgreina samlíðan og ekki allir rannsakendur sammála um merkingu þessa orðs. Í nútímasálfræði er oftast talað um annars vegar tilfinningalega samlíðan og hins vegar hugræna samlíðan og var stuðst við þá tvíkiptingu í þessari ritgerð. Yfirferð á fyrri rannsóknum af margvíslegum toga var tekin fyrir: rannsóknir á börnum, lífeðlislegar rannsóknir, rannsóknir á samlíðanarnákvæmni, sjálfsmatsrannsóknir og rannsóknir á mikilvægi áhugahvatar. Niðurstöður þessarar yfirferðar benda til þess að mælanlegur kynjamunur á samlíðan sé háður aðferðum við mælingu sem og hugmyndum þátttakenda um kynhlutverk og hvort þeir átti sig á því hvað verið sé að mæla. Kynjamunur á samlíðan virðist því fyrst og fremst eiga rætur að rekja til mismunandi áhugahvatar karla og kvenna til frammistöðu frekar en mismunandi getu (e. differences in motivation vs. differences in ability).

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynjamunur á samlíðan.pdf409.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna