Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24876
Sjálfsáinn, ungur birkiskógur vex nú á einum virkasta jökulsandi jarðar, Skeiðarársandi, en slíkur uppvöxtur getur reynst verðmætur hvað vistþjónustu varðar. Rannsóknir á náttúrulegu landnám hans og uppvexti geta gefið nytsamlegar upplýsingar fyrir vistheimt birkiskóga á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að greina frá stofnvistfræði birkis á Skeiðarársandi árið 2015 og í öðru lagi að kanna hvort hún sé breytileg milli tveggja ólíkra búsvæða, jökulkerja og flatlendis. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að nýliðun birkis á Skeiðarársandi síðastliðin ár sé mjög hnappdreifð, en af ≤ 1 cm háum kímplöntum var 71% að finna í einungis einum reit á flatlendi. Frá árinu 2007 hafa lítil merki verið um nýliðun á svæðinu og því gæti þessi dreifing nýliðunar í tíma og rúmi styrkt þá tilgátu að uppvöxtur kímplantna sé að miklu leyti háð samspili frjósemi og tilviljanakenndra þátta eins og veðri. Mikið fræregn á sama svæði vekur sömuleiðis upp spurningar um hvort ný kynslóð birkis á Skeiðarársandi sé afsprengi skeiðarárstofnsins en ekki utanaðkomandi fræregns eins og fyrri kynslóðir um 1990. Hvað varðar mun á stofnvistfræði birkis milli tveggja ólíkra búsvæða benda niðurstöður þessarar rannsóknar sterklega til þess að eitthvað í umhverfi birkiplantna sem vaxa í jökulkerjum letji eða dragi úr landnámi og uppvexti birkis þar miðað við flatlendi eða að vaxtarskilyrði séu betri á flatlendi miðað við jökulker. Þennan mun er mögulega hægt að rekja til meiri þekju æðplantna og lægri þekju mosa í jökulkerjum en á flatlendi.
A young, spontaneously-seeded birchwood is growing on the earth’s largest active outwash plain, Skeiðarársandur, but it can play a fundamental role in ecological service. This is a great opportunity to study the natural colonization and development of birch woodland, which may give valuable information for ecological restoration of birch woodlands in Iceland. The goal of this project was firstly to analyze aspects of the population ecology of birch on Skeiðarársandur in 2015 and secondly to compare kettleholes and the plain as birch habitats. This studies' conclusions indicate that birch pattern of recruitment dispersal was clustered, 71% of ≤ 1 cm high seedlings were found on the plains in only one lot. There have been little or no signs of recruitment since the year 2007 and therefore this pattern in time and space could support the hypothesis that seedlings depend on interaction between fertility and stochastic factors such as weather while developing. The high fertility in the same area also raises questions about whether a new generation of birch on Skeiðarársandur is a second-generation derived from seed on Skeiðarársandur and not the result of long-distance dispersal like the first generation around 1990. Regarding the difference between the two different habitats, this study indicates that something in the birch plant kettlehole-environment could restrict birch settlement and prohibit increase in density, or that the conditions for birch growth are better on the plains. A possible explanation for this difference might be the high density of vascular plants and low density of moss in the kettleholes compared to the plains.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Stofnvistfræði birkis (Betula pubescens) á Skeiðarársandi og samanburður milli tveggja ólíkra búsvæða.pdf | 8.54 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
yfirlysing dar.jpeg | 200.18 kB | Locked | Yfirlýsing | JPG |