Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24881
Snæfellsnes býður upp á ótrúlega fjölbreytni í jarðfræði. Elsta berg á Snæfellsnesi varð til við eldvirkni seint á tertíer og lauk þeim uppbyggingarfasa fyrir 6 milljónum ára. Á kvarter fyrir 2 milljónum ára tók eldvirkni sig aftur upp og þá hófst virkni eldstöðvakerfanna í dag, en þau eru Snæfellsjökull, Lýsuskarð og Ljósufjöll. Áhugavert er að skoða breytingar á kvikugerðum þessara eldstöðvakerfa í gegnum líftíma þeirra. Þeir Björn Sverrir Harðarson og Fitton (1991) hafa skrifað um aukna hlutbráðnun í myndunum frá Snæfellsjökli eftir hörfun ísaldarjökulsins seint á pleistósen. Niðurstöður þeirra voru að myndanir frá hlýskeiðum og jökulskeiðum eftir mörk Matuyama-Brunhes segulskeiðanna og myndanir frá nútíma eru svipaðar en myndanir frá síðjökultíma sýna merki um aukna hlutbráðnun. Í þessu verkefni voru bergefnagreiningar gerðar á Grímsfjalli og Vatnafelli á Snæfellsnesi. Grímsfjall liggur innan Ljósufjallaeldstöðvakerfisins og er talið hafa myndast við lok síðasta jökulskeiðs. Vatnafell er á jöðrum Lýsuskarðseldstöðvakerfisins og myndaðist milli umskipta frá jökulskeiði yfir í hlýskeið. Með fyrirliggjandi bergefnagreiningum af nútímahraunum frá Ljósufjalla- og Lýsuskarðseldstöðvakerfinu var gerður samanburður milli myndanna og helstu ferli sem stjórna styrk aðalefna og nokkra snefilefna í þeim könnuð. Niðurstöður voru þær að munur er á milli myndanna frá síðustu jökulskeiðum og frá nútíma. Líklegt er að þann mun megi útskýra með mismikilli hlutbráðnun á spínil lherzólíti og granat lherzólíti. Þessi tenging við aukna hlutbráðnun vegna hörfunar ísaldarjökulsins virðist þó ekki eiga við í tilfelli Grímsfjalls. Frekari rannsókna væri þörf á þeim ferlum sem mynda þessar kvikugerðir, eins og t.d. með frekari snefilefnagreiningum og mælingum á geislavirkum samsætum.
Snæfellsnes offers an incredible variety in geology. Oldest rocks in Snæfellsnes were formed by volcanic activity in the late Tertiary period and that structure phase ended 6 million years ago. In the Quaternary period 2 million years ago the activity began again and the activity of the volcanic systems today, they are Snæfellsjökull, Lýsuskarð and Ljósufjöll. Interesting is to look at changes in magma types through lifespan of these volcanic systems. Björn Sverrir Harðarson and Fitton (1991) have suggested that increase in partial melting in formation from Snæfellsjökull can be related to the glacier retreat in the late Pleistocene. Their results showed that formations from interglacial and subglacial periods after Matuyama-Brunhes magnetic periods and formations from present time are similar but formations from late glacial time show signs of increased partial melting. In this study whole rock analysis were done on Vatnafell and Grímsfjall in Snæfellsnes. Grímsfjall lies within the Ljósufjöll volcanic system and is thought to have formed at the end of the last Ice Age. Vatnafell is located on the edge of the Lýsuskarðs volcanic system and was formed in a transition from a subglacial to an interglacial period. With whole rock analysis accessible from present time lavas from Ljósufjöll volcanic system and Lýsuskarð volcanic system a comparison was made between the formations and the key processes that control the quantity of major and several trace elements were analyzed. The results showed that apparent difference is between the formations from last glacial periods and from present time. It is likely that the differences can be explained by varying degrees of partial melting of spinel lherzolite and of garnet lherzolite. This relation to increased partial melting due to the last glacial retreat does not seem to apply in the case of Grímsfjall. Further reasearch is needed on the proccesses that generate these different magma types, such as more trace element analyzes and measurements of radioactive isotopes.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing_Alexandra_Björk_Guðmundsdóttir.pdf | 12.6 kB | Lokaður til...25.06.2136 | Yfirlýsing | ||
Alexandra_Björk_Guðmundsdóttir.pdf | 3.65 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |