is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24883

Titill: 
 • Líkamsmynd karlmanna og innfæring samfélagsgilda um útlit. Áhrif frægra og óþekktra einstaklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var reynt að framkalla skammtímaáhrif mismunandi áreita á líkamskvíða hjá karlmönnum með því að láta þá skoða ljósmyndir. Einnig var samband á milli líkamskvíða og innfæringar skoðað. Þátttakendum var skipt upp í þrjá hópa. Hópi 1 (n=61) voru birtar myndir af frægum karlmönnum með óskalíkama, hópi 2 (n=62) voru birtar myndir af óþekktum karlmönnum með óskalíkama og hópi 3 (n=56) voru birtar hlutlausar myndir af snjallsímum. Þátttakendur voru beðnir að meta auglýsingagildi myndanna til að fela tilgang rannsóknarinnar. Allir hópar svöruðu síðan spurningum um líkamskvíða og innfæringu samfélagsgilda um útlit. Tilgátur rannsóknarinnar voru: (1a) Þeir sem sjá myndir af frægum karlmönnum með óskalíkama munu mælast hærra á líkamskvíða heldur en þeir sem sjá myndir af óþekktum karlmönnum með
  óskalíkama og myndir af snjallsímum. (1b) Þeir sem sjá myndir af óþekktum karlmönnum með óskalíkama munu mælast hærra á líkamskvíða heldur en þeir sem sjá myndir af snjallsímum. (2) Þeir sem mælast hátt á innfæringarskala munu mælast hærra á líkamskvíða en þeir sem mælast
  lágt á innfæringarskala. Ekki fannst marktækur munur á líkamskvíða á milli hópa. Því var ekki hægt að segja að ein tegund af áreiti hefði meiri áhrif á líkamskvíða en annað. Hins vegar mældist fylgni á milli innfæringar og líkamskvíða sem þýðir að einstaklingur sem hefur innfært
  samfélagsleg gildi um útlit er líklegri til þess að finna fyrir líkamskvíða vegna áhrifa staðalmynda.

Samþykkt: 
 • 3.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamsmynd karlmanna og innfæring samfélagsgilda um útlit.pdf503 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Sigurgeir_Elvar.pdf325.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF