Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24884
Veglagning um mýrlendi á Íslandi er nokkuð algeng vegna víðfeðmra mýrlendissvæða sem fara þarf um til að tengja byggðir landsins saman. Veglagning um slík svæði er ýmsum vandkvæðum háð vegna sérstakra eiginleika mýrarjarðvegs. Mýri hefur reynst afskaplega samþjappanleg, með hátt rakainnihald og tiltölulega lágan skúfstyrk.
Hér á landi hafa vegir verið látnir fljóta ofan á mýrinni og er þá mikilvægt að setja ekki of mikið álag í einu á mýrina sem gæti valdið skúfbroti. Til þess að takast á við þetta í hönnun og framkvæmd hafa verið gerðar greiningar á skriði fyllingar og sigspár sem segja til um magn og tímalengd sigs. Sigspár skiptast upp í skamm- og langtímasigspár en útjöfnun vatnsþrýstings í mýrinni veldur skammtímasigi meðan endurröðun jarðvegstrefja undir stöðugu álagi orsakar langtímasig. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvað ber að hafa í huga við vegagerð um mýrlendi og varpa ljósi á og skrásetja þá aðferðafræði sem notuð er við sigreikninga vegna slíkrar vegagerðar.
Þeirri þekkingu verður síðan beitt á nýjan Suðurlandsveg sem áætlaður er milli Hveragerðis og Selfoss, en sá vegur kemur til með að liggja að stórum hluta um mýrlendi. Þá verður skrið fyllingar vegna mögulegs skúfbrots skoðað, útbúnar skamm- og langtímasigspár og rætt um aðferðir til þess að koma í veg fyrir mismunasig og sig á líftíma vegarins. Með nákvæmum greiningum og sigspám er hægt að athuga hvar í sigferlinu vegurinn er staddur hverju sinni og hvort veglagning fylgi sigspá eftir. Ef vel tekst til við hönnun og framkvæmd er hægt að koma í veg fyrir, eða minnka allverulega, sig á notkunartíma vegarins með minni kostnaði í framkvæmd og viðhaldi.
Construction of roads in Iceland around peatlands, to link the settlements of the island together, is somewhat common due to large spread peat zones. Road construction on such grounds can be problematic due to specific characteristics of the peat. Peat has tried out to be very compressible, with high moisture content and relatively low shear strength.
In Iceland the method of letting the roads float on top of the peat has been used and then it is important to use suitable load at each time step so shear failure will not be caused in the peat. To deal with this in design and construction there has been carried out analysis on the stability of embankments and settlements predictions which give an indication of the quantity and time length of the settlement. Settlement predictions can be divided into short term and long term predictions. Leveling of pore water pressure in the peat cause the former while rearrangement of soil fibers under constant load cause the latter. The objective of this project is to look at what has be kept in mind when constructing road on peat and shed light on and document the methodology that is used in settlement predictions due to such construction.
That knowledge will then be applied on new Suðurlandsvegur road which is proposed between Hveragerði and Selfoss, which will be constructed mainly on peat. The stability of embankments will be checked, short and long term settlement predictions generated and discussed methods to reduce differential settlement and settlement in the lifetime of the road. With precise analysis and settlement predictions it can be checked where in the settlement process the road is placed each time and if the road construction is following the prediction. If design and construction of the road is successful, settlement in the lifetime of the road can be prevented at all or dramatically reduced with less cost in construction and maintenance.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing_AFÞ.pdf | 56,76 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
AFÞ_final_new.pdf | 4,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |