en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2489

Title: 
 • is Hraðari vinnubrögð í takt við hraðari tíma
Abstract: 
 • is

  Í þessari ritgerð er leitað svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig hafa fréttir og fréttaflutningur breyst á Íslandi með tilkomu Internetsins?
  Markmiðið með þessari rannsókn er að komast að því í gegnum eigindlega viðtalsgreiningu hvort tilkoma Internetsins hefi breytt fréttum og fréttaflutningi og hvernig það hefur haft áhrif á störf fréttamanna. Við heimildaöflun er stuðst við ýmsar fræðikenningar.
  Til þess að fá svör við þessum spurningum voru tekin fimm eigindleg viðtöl við ritstjóra helstu fréttavefja hér á landi og þrjú eigindleg viðtöl við sérfræðinga á sviði vefmála. Viðtölin voru síðan greind eftir ákveðnum þemum til þess að komast að niðurstöðu.
  Niðurstöðurnar benda til þess að með tilkomu Internetsins sé fréttamennskan orðin hraðari og kæruleysislegri. Einnig má draga þá ályktun að fréttamiðlar í dag séu farnir að starfa meira eftir því sem markaðurinn vill. Þar sem veffréttamiðlar eru að einhverju leyti farnir að keppa um athygli almennings við blogg og annarskonar afþreyingu.

Accepted: 
 • May 6, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2489


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Diana_MA_ritgerd_fixed[1].pdf606.42 kBOpenHeildartextiPDFView/Open