is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24895

Titill: 
 • Yfirlit yfir árangur sálfélagslegra meðferða við neikvæðum einkennum í geðklofa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Geðklofi er verulega hamlandi geðröskun og dregur til muna úr lífsgæðum þeirra sem glíma við veikindin. Ekki síst hefur geðklofi mikil áhrif á aðstandendur og vini.
  Þegar talað er um neikvæð einkenni er talað um fimm einkenni sem eru lýsandi fyrir þau samkvæmt DSM-5 kerfinu; flatleiki, fátækt í máli, framtaksleysi, gleðileysi og félagsleg hlédrægni. Neikvæð einkenni eru þau einkenni sem talin eru draga hvað mest úr lífsgæðum einstaklinga með geðklofa, þau eru tengd við slæma lífsafkomu og eru talin skerða daglegt líf í meira mæli heldur en jákvæð einkenni. Neikvæð einkenni eru algeng á meðal einstaklinga með geðklofa en rannsóknir sýna að 40%-80% þeirra sem fá greiningu geðklofa hafa á einhverjum tímapunkti neikvæð einkenni.
  Ýmsar meðferðir hafa verið reyndar til að hafa áhrif á hin ýmsu einkenni geðklofa en birtingarmynd geðklofa er oft breytileg á milli einstaklinga. Lyfjameðferð hefur sýnt takmarkaðan árangur þegar kemur að neikvæðum einkennum en sálfélagsleg meðferð sýnt betri árangur. Fræðin telja að of lítil áhersla hafi hingað til verið lögð á sálfélagslegar meðferðir við neikvæðum einkennum og að það vanti fleiri rannsóknir á því sviði.
  Í þessari yfirlitsgrein var tekið saman rannsóknir á þremur tegundum sálfélagslegra meðferða við neikvæðum einkennum í geðklofa. Meðferðirnar voru félagsfærniþjálfun, HAM og samþátta meðferð með áherslu á fjölskyldumeðferð. Niðurstöður sýndu að öll þrjú inngripin eru nothæf til að fækka neikvæðum einkennum hjá einstaklingum með geðklofa. Flestar rannsóknir sem fundust beindust að meðferðarárangri HAM og voru nánast allar á sama veg eða að einstaklingsmeðferð í HAM geri það að verkum að neikvæð einkenni fara batnandi. Bresk stofnun heilbrigðis og klínískrar framþróunar (NICE) hefur mælt með sálfélagslegum meðferðum við meðhöndlun neikvæðra einkenna í geðklofa. Einnig hafa samtökin PORT (The Schizophrenia Patient Outcome Research Team) mælt með sálfélagslegum meðferðum við sömu einkennum.

Samþykkt: 
 • 3.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s. ritgerð PDF..pdf625.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Styrkár.pdf304.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF