is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24899

Titill: 
  • Samspil persónuleika og litbrigða. Áhrif vegglitar á sálfræðilega endurheimt hjá innhverfum og úthverfum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar áhrif lita eru könnuð. Með mælitækjum sálfræðilegrar endurheimtar voru áhrif vegglita í hvíldarrými á vinnustað mæld. Bornar voru saman sex myndir af sama rýminu sem hver hafði sinn vegglit með grænleitu litrófi, sem þátttakendur (N = 267) mátu. Síðan var þeim skipt í tvo mismunandi hópa eftir því hvar þeir mældust á rófi úthverfu og innhverfu og mat þeirra hópa borið saman. Breyturnar sem voru mældar voru „líkur á endurheimt”, ,,hrifning”, ,,fjarvera” og ,,dálæti” sem allar hafa mikla fylgni sín á milli og skýra part af ferli sálfræðilegrar endurheimtar. Niðurstöðurnar sýndu að munur var á mati einstaklinga á rýminu eftir vegglit á öllum breytunum. Einnig fannst persónuleikamunur þar sem úthverfir mátu gulgrænan betur en þeir innhverfu gerðu í öllum breytum. Þær upplýsingar benda til þess að vanda þarf vel litaval á vinnustöðum sem og öðru umhverfi sem fólk dvelur í.

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SkemmuSkjalRGB (1).pdf537.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna