is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24901

Titill: 
  • Áhrif hringorma við þorskvinnslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni voru afleiðingar hringorma við þorskvinnslu rannsakaðir. Verkefnið var þrískipt og allir þættir tengdust með misjöfnum hætti að lausn hringormavandans. Í fyrsta hluta var tíðni og staðsetning hringorma skoðuð. Í öðrum hluta voru myndbönd af tínslu/hreinsun hringorma greind til að finna hve mikil áhrif ormar hafa á fiskvinnslu. Að lokum var gerð rannsókn þar sem hráefniseiginleikar fersks og þídds þorsks voru bornir saman en við frystingu afurðar deyja allir hringormar. Samskonar rannsókn var framkvæmd fyrir ferskan og þíddan karfa. Rannsóknir þessar voru framkvæmdar þar sem lifandi hringormar skríða úr hráefni við flutning og því gæti lausnin á vandanum falist í að frysta fisk áður en hann er sendur úr landi og selja hann svo sem þídda (e. chilled) afurð á áfangastað.
    Helstu niðurstöður voru að tíðni orma í þorski minnkar eftir fjarlægð veiðisvæðis frá landi. Í ljós kom að með aukinni tíðni orma í flaki eykst hlutfall orma í hnakkastykki og með auknum fjölda orma tekur lengri tíma að vinna fiskinn og hráefnið verður verra í flestum tilvikum. Að lokum kom í ljós að með því að frysta flök drepast allir hringormar ásamt því að frysting hefur hamlandi áhrif á vöxt skemmdarbaktería ásamt því að hún eykur geymsluþol.

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ahrif_hringorma_vid_þorskvinnslu_EinarSigurdsson.pdf2.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-lokað.pdf453.22 kBLokaður til...25.06.2136YfirlýsingPDF