Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24904
Efnishyggja og karlmennska virðast að mörgu leyti vera lík hugtök. Flokkun kynhlutverka í karlmannleg og kvenleg hlutverk svipar mjög til flokkunar markmiða í innri og ytri markmið. Ytri markmið fela meðal annars í sér efnishyggin gildi en mörg þeirra gilda sem einkenna efnishyggju líkjast eiginleikum sem einkenna karlmennsku. Af sama skapi virðast vera líkindi á milli kvenlegra eiginleika og óefnishygginna innri gilda. Spurningalisti sem innihélt mælingar á efnishyggju, karlmennsku, kvenleika og lífsánægju var lagður fyrir 165 þátttakendur sem allir voru karlkyns. Rannsóknin leiddi í ljós jákvæð tengsl milli karlmennsku og efnishyggju sem var í takt við væntingar rannsakenda en engin tengsl kvenleika við efnishyggju fundust sem var þvert á væntingar þeirra. Í samræmi við fyrri rannsóknir fundust jákvæð tengsl milli karlmennsku og lífsánægju sem og engin tengsl milli kvenleika og lífsánægju. Þá fundust engin tengsl milli efnishyggju og lífsánægju sem er ekki í takt við niðurstöður fyrri rannsókna. Niðurstöður verða hér ræddar í samhengi við vestrænt nútímasamfélag þar sem einstaklingshyggja, karlmennska og efnishyggin gildi eru talin ríkjandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HI kápa.pdf | 161,05 kB | Opinn | Kápa | Skoða/Opna | |
BS-ritgerð.-01.06-lok-1(2).pdf | 647,43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Ólafur_Sigmar_Sigvaldi.pdf | 330,35 kB | Lokaður | Yfirlýsing |