is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24906

Titill: 
  • Gjóska í sjávarseti suður af Íslandi: Rannsóknir á setkjörnum MC-1004 og MC-1014
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fólst í því að rannsaka tvo setkjarna, MC-1004 og MC-1014 sem teknir voru á miklu dýpi á hafsbotni suður af Íslandi í þýsk-íslenskum leiðangri haustið 2011. Tilgangur verkefnisins var að athuga hvort finna mætti einhver gjóskulög í kjörnunum, kanna hvaða uppruna þau hefðu og hvort hægt væri að tengja þau við ákveðin eldgos eða atburði. Einnig var athugað hvort finna mætti gjóskulög frá nýlegum eldgosum í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011. Kjörnunum var lýst gróflega og þeir sagaðir í 1 cm þykk sýni. Fimm sýni voru síðan valin til efnagreininga með örgreini Jarðvísindastofnunnar Háskóla Íslands. Niðurstöður sýndu tilvist a.m.k. tveggja gjóskulaga í kjörnum. Með mælingum á efna¬samsetningu gjóskunnar var hægt að rekja uppruna gjóskunnar til tveggja eldstöðva¬kerfa; Heklu og Kötlu. Mat á setmyndunarhraða á rannsóknarsvæðinu og könnun á útbreiðslu gjóskulaga til suðurs yfir svæðið gaf hugmynd um aldur gjósku¬laganna og frá hvaða eldgosi eða atburði þau mynduðust. Mögulega eru þessi gjóskulög frá Heklu 1947 og/eða Heklu 1510 ásamt gjóskulagi frá Kötlu ~1357 eða 1580. Þó var ekki hægt að segja til með vissu um aldur þeirra, til þess þyrfti frekari rannsóknir. Í þessari rannsókn er í fyrsta sinn lýst gjóskulögum frá sögulegum tíma í sjávarseti suður af Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    Two marine sediment cores, MC-1004 and MC-1014 obtained from great depth in the ocean south of Iceland in a German-Icelandic cruise in 2011 with the purpose to investigate if there were any tephra layers to be found in the cores, find the source of potential tephra layers and weather they could be connected to specific volcanic events. In addtion the aim was also to try to identify tephra from recent eruptions in Eyjafjallajökull 2010 and Grímsvötn 2011. The sediment cores were described and then cut into 1 cm thick samples. Five samples were then chosen for chemical analysis with the microprobe at the Institute of Earth Sciences. The study showed that there were tephra layers in the MC-1004 and MC-1014 cores. The geochemistry was used to find the source of the tephra which was traced to two Icelandic volcanic systems, Hekla and Katla. Using estimation of the sedimentation rate and knowledge of tephra dispersion of known historical eruptions the south an idea of the age of the tephra and from what eruption it was produced can be indicated. Here a potential correaltion of the identified tephra layers in this study is suggested to be from the Hekla 1947 eruption and/or the Hekla 1510 eruption as well as from Katla ~1357 or 1580 eruption. More detailed study is needed to determine the accurate age of the tephra layers. In this study tephra layers from historical time in marine sediments south of Iceland are described for the first time.

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Gjóskulög í sjávarsetkjörnum suður af Íslandi.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg661.19 kBLokaður til...25.06.2136YfirlýsingJPG