is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24908

Titill: 
  • Reynsla af námsumhverfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Námsumhverfi er nokkuð sem allir hafa einhverja reynslu af og skoðun á hvernig það mótar nemendur og nám þeirra. Í þessari rannsókn var spurt um jákvætt og neikvætt námsumhverfi í framhaldsskóla og háskóla. Þátttakendur voru 23 og komu úr sálfræði- og kennaradeild Háskóla Íslands, bæði voru grunn- og framhaldsnemendur spurðir með hálfstöðluðum viðtölum. Algengasta uppröðunin sem nemendur lýstu í námi sínu var í öllum tilvikum borðaraðir eða fyrirlestarsalir. Þegar spurt var um neikvætt námsumhverfi í háskóla nefndu allir þátttakendur, í báðum hópum, fyrirlestur sem aðalkennsluaðferð. Þegar nemendur voru beðnir um að meta mikilvægi kennara, námsefnis og samskipta við aðra nemendur kom fram hópamunur í skoðun á jákvæðu umhverfi en ekki í neikvæðu. Sálfræðinemar töldu kennarann mikilvægastan í að skapa jákvætt umhverfi en kennaranemar mátu samskipti við aðra nemendur mikilvægust. Í neikvæðu umhverfi töldu báðir hópar námsefni hafa mest að segja.

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ReginaPetra.Námsumhverfi lokaskilpdf.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna