is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24911

Titill: 
  • Sá á kvölina sem á völina. Um ofgnótt úrvals og tilhneigingu til að hámarka
  • Titill er á ensku Choosers dilemma. Tyranny of Choice and maximizing tendencies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hagfræði hefur haft mikil áhrif á stefnumótun heimsins sem við lifum í í dag. Forsendur hennar eru meðal annars kenningin um skynsamlegt val (e. rational choice theory) sem gerir ráð fyrir því að maðurinn sé í grunninn skynsemisvera, viti hvað hann vill og býr yfir vitrænni getu til þess að reikna nákvæmlega út hvaða kostur uppfyllir best væntingar hans. Hagfræðikenningar gera ráð fyrir því að aukið úrval af vörum og þjónustu auki líkur á því að neytandinn finni það sem hann leitar að og auki þar af leiðandi nytsemi. Hér verður fjallað um hvort úrval í því magni sem við stöndum frammi fyrir í dag geri okkur gott. Margt bendir til þess að maðurinn sé ekki eins skynsamur og hagfræðikenningar gera ráð fyrir. Fjallað er um ákvarðanatöku og vandamál sem koma upp þegar úrval er mikið og sérstaklega hjá þeim okkar sem hafa tilhneigingu til að hámarka niðurstöðu (e. maximisers). Við eigum erfitt með að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem fylgja miklu úrvali og því fylgja neikvæðar tilfinningar ásamt hræðslu við eftirsjá eða eftirsjá vegna aukinna væntinga. Þeir sem hafa tilhneigingu til að hámarka niðurstöðu eru tilbúnir til þess að fórna tíma og hafa meira fyrir því að velja úr meira úrvali en aðrir. Þeir hafa meiri væntingar og eru viðkvæmari fyrir eftirsjá og því að þróa með sér þunglyndi.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sá á kvölina sem á völina - um ofgnótt úrvals og tilhneigingu til að hámarka.pdf491.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna