is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2492

Titill: 
  • Heimilisofbeldi á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Erfitt er að rannsaka heimilisofbeldi enda er það oft dulið. Hér er heimilisofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu skoðað. Þá er eingöngu um að ræða þau mál sem lögregla hefur vitneskju um og tók til formlegrar athugunar. Heildarfjöldi lögregluskýrslna var alls 444.
    Gögn lögreglu leiddu í ljós að yfir tveggja ára tímabil var heildarfjöldi þolenda 586
    einstaklingar, það er að segja 425 kvenkyns þolendur og 161 karlkyns þolendur. Heildarfjöldi gerenda var 514 einstaklingar, það er að segja 433 karlkyns gerendur og 81 kvenkyns gerendur. Með þessar niðurstöður að leiðarljósi er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að fleiri kvenmenn verða fyrir heimilisofbeldi heldur en karlmenn. Rúmlega 43 prósent kvenna urðu fyrir ofbeldi af völdum maka og fjórðungur þeirra varð fyrir ofbeldi af völdum fyrrverandi maka. Tæplega 26 prósent karla urðu fyrir ofbeldi af völdum maka og tæplega 14 prósent karla urðu fyrir ofbeldi af völdum fyrrverandi maka. Heimilisofbeldi er erfitt
    viðureignar og því er ekki hægt að einblína á einfaldar skýringar þegar reynt er að útskýra af
    hverju heimilisofbeldi á sér stað. Orsakir heimilisofbeldis eru margvíslegar, til dæmis eins og
    skilnaður og ágreiningur á milli foreldra og barns. Vaxandi vitneskja um heimilisofbeldi ætti
    að hafa margþætt áhrif í för með sér og ætti að stuðla að betri samvinnu meðal lögreglunnar
    og hagsmunasamtaka.

Samþykkt: 
  • 7.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1_fixed.pdf409 kBLokaðurHeildartextiPDF