is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24921

Titill: 
  • Breytingar á svefnmynstri, líðan og lífsgæðum eftir árstíðum og búsetu
  • Titill er á ensku Seasonal and local variations in self-reported quality and timing of sleep, mood and quality of life of Icelanders
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Svefntruflanir eru algengt vandamál og geta dregið úr vellíðan, lífsgæðum og starfsgetu, haft slæm áhrif á heilsufar og alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Rannsóknir hafa sýnt að árstíðabundnar birtusveiflur hafa slæm áhrif á svefngæði og svefntíma og á veturna aukast svefntruflanir. Landfræðileg lega Íslands og mismunur á sólartíma og staðartíma eykur hættu á svefntruflunum og félagslegu dægurraski meðal íbúanna. Á Austurlandi er sólarupprás um 40 mínútum fyrr en á Vesturlandi, því er líklegt að íbúar á Austurlandi vakni fyrr og sofni fyrr en íbúar á Vesturlandi og finni minna fyrir dægurraski. Markmið rannsóknarinnar er að kanna árstíðabundinn mun á svefnlengd, svefntruflunum, andlegri líðan og lífsgæðum Íslendinga og mun á svefntíma íbúa á Vesturlandi og íbúa á Austurlandi. Þátttakendur á aldrinum 18-70 ára voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. Fjöldi þátttakenda var 1225 að vetri og 938 að sumri og svöruðu þeir spurningalista á netsíðu eða á pappírsformi. Mælitæki voru Munich Chronotype Questionnaire sem metur svefn og virkni, Basic Nordic Sleep Questionaire sem metur eðli og alvarleika svefntruflana, Depression Anxiety Stress Scales sem metur þunglyndi, kvíða og streitu og HL-prófið sem metur heilsutengd lífsgæði. Frumbreytur voru árstíðir og landsvæði og fylgibreytur voru svefntími og einkenni þátttakenda; þunglyndi, kvíði, streita og lífsgæði.
    Pöruð t-próf sýndu árstíðabundinn mun á svefntruflunum og andlegri líðan sem var martækt verri að vetri en sumri, en enginn árstíðabundinn munur var svefnlengd eða lífsgæðum. Óháð t-próf sýndu landfræðilegan mun á svefntíma og vöknuðu Austfirðingar fyrr en íbúar á Vesturlandi á frídögum óháð árstíð og sofnuðu fyrr að vetri. Virka daga snerist þetta við þannig að Austfirðingar vöknuðu seinna að vetri en íbúar á Vesturlandi. Íslendingar sváfu jafn lengi vetur og sumar, tengsl fundust milli svefntruflana, andlegrar vanlíðan og verri lífsgæða og munur er á svefntíma íbúa Austurlands og Vesturlands. Áhrif árstíða og rangrar staðarklukku valda viðvarandi félagslegu dægurraski sem er meira að vetri og meira á Vesturlandi.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytingar á svefnmynstri, líðan og lífsgæðum eftir árstíðum og búsetu.pdf5.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna