is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24922

Titill: 
  • Tengsl Persónuleikagerðar D við lífeðlislega svörun í streituvaldandi aðstæðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hjarta- og æðasjúkdómar (e. cardiovascular disease) eru megindánarorsök víðs vegar um heiminn. Ýmsir áhættuþættir hafa verið bendlaðir við hjarta- og æðasjúkdóma á borð við aldur, kyn erfðir, tóbaksreykingar, hátt kólesteról, háþrýstingur, sykursýki, offita, hreyfingarleysi, streita, áfengi og mataræði. Streita er sálrænn áhættuþáttur sem hefur hlotið mikla athygli og rannsakendur hafa skoðað hvort að ákveðin persónuleikagerð geti skýrt tengslin á milli streitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Persónuleikagerð D hefur hlotið aukna athygli í vísindaheiminum en hún einkennist af neikvæðum geðhrifum og félagslegri hömlun. Þeir sem eru Persónuleikagerð D upplifa mikið af neikvæðum tilfinningum en tjá sig ekki um þær. Í þessari rannsókn var athugað hvort Persónuleikagerð D hefði tengsl við lífeðlislega svörun í streituverkefnum. Tilgáturnar voru þrjár; að Persónuleikagerð D myndi sýna dempuð hjartsláttarviðbrögð, að Persónuleikagerð D væri lengur að jafna sig eftir streituverkefni og að Persónuleikagerð D sýndi minni hjartsláttarbreytileika. Þátttakendur voru 56 manns sem svöruðu DS14 spurningalista á netinu og tóku þátt í tveimur streituvaldandi verkefnum þar sem lífeðlisleg viðbrögð voru mæld. Tilgáturnar stóðust ekki. Undirþættir Persónuleikagerðar D voru skoðaðir til að varpa frekari ljósi á niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fjolablandon2016.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna