Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24924
Árið 2015 greindist viral hemorrhagic septicemia veiran (VHSV) í fyrsta skipti á Íslandi. Veiran var greind í hrognkelsum (Cyclopterus lumpus) úr Breiðafirði, með aðferðum þar sem frumulínur voru notaðar. Tilgangurinn með þessu verkefni var að kanna hvort veiruna væri að finna í hrognkelsum úr Eyjafirði. Til þess var notuð sameindaerfðafræðileg RT-qPCR aðferð sem hefur ekki verið notuð hér á landi í þeim mæli, er æskilegt gæti talist, til slíkrar skimunar. Tuttugu og þrír fiskar voru veiddir, krufðir og ástandsgreindir. Við krufningu sýndu þrír fiskar svipuð einkenni og VHS veirusýktir fiskar. Eftir skimun með RT-qPCR aðferðinni á RNA úr fiskunum, reyndust allir fiskarnir vera neikvæðir fyrir VHSV.
Í ritgerðinni er rætt mikilvægi þess að skima eftir veirunni í hrognkelsum og öðrum fisktegundum við Ísland í ljósi þess að veiran hefur greinst í nágrannalöndum þar sem hún hefur breiðst hratt út síðustu ár, sér í lagi í fiskeldum þar sem hún hefur valdið miklu tjóni. Í dag eru gerðar tilraunir með að nota hrognkelsi við að hreinsa lýs af eldisfiski og þykir sú aðferð umhverfisvæn og árangursrík. Hins vegar gæti stafað ógn af þeirri aðferð þar sem að VHSV gæti mögulega borist inn í fiskeldin þegar notaðar eru aðrar fisktegundir til hreinsunar á þennan máta. Real-time RT-qPCR aðferðin er því kjörin aðferð til þess að skima eftir veirunni hér á landi sem og annars staðar.
Late last year, in 2015, the viral hemorrhagic septicemia virus (VHSV) was detected for the first time in Iceland whereas the virus was discovered in lumpfish (Cyclopterus lumpus) in Breiðafjörður, Western Iceland, with cell culture methods.
The purpose of this study was to find out if the VHS virus was present in lumpfish collected in Eyjafjörður, Northern Iceland. The screening was carried out with real-time RT-qPCR, a molecular genetic method, which has not ben used frequently in Iceland for that matter. Twenty-three specimens of lumpfish were collected in nets, dissected and analyzed, of which, three showed similar symptoms as found in VHSV infected fish. The results from RT-qPCR screening proved all specimens to be negative for VHSV.
In this thesis, the importance of screening for VHSV is discussed due to the fact that it is present in neighbouring countries and has been spreading out fast, particularly within aquaculture where it is responsible for serious commercial losses. Currently, delousing experiments within fish farming, which include the use of lumpfish as cleaner fish, has gained a lot of interest, and has shown great potential since this method is considered to be environmentally friendly and effective. However, with this method the risk of transmitting VHSV could increase and therefore be a big threat to the aquaculture industry. Real-time RT-qPCR method is considered efficient and accurate to screen for VHSV in Iceland, as well as other countries.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskýrslafinal.pdf | 1,96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |