is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24926

Titill: 
 • Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að meta líkurnar á því að snjókrabbi (Chionoecetes opilio) berist á íslenska landgrunnið í ljósi þess að tegundin hefur þegar borist frá náttúrulegum heimkynnum sínum í Barentshaf og á landgrunnið við Svalbarða. Snjókrabbi er kuldakær krabbategund, sem átt hefur heimkynni í Atlantshafi við austurströnd Kanada og í Kyrrahafi frá Norðurhluta Alaska yfir Beringssund til austurstrandar Siberíu og Kamchatka suður til Kóreu, Japans og norður Kína.
  Samkvæmt skráðum heimildum veiddist snjókrabbi fyrst í Barentshafi árið 1996. Ekki er vitað hvernig þeir bárust á svæðið en leiddar hafa verið að því líkur að hann hafi borist þangað með köldum hafstraumum frá Austur-Síberíu en einnig er talið mögulegt að hann hafi borist þangað tilfallandi með kjölvatni skipa. Krabbanum hefur fjölgaði hratt og talið er að veiðanlegi stofninn í Barentshafi hafi verið allt að 370 milljón dýr árið 2014.
  Þar sem snjókrabbi hefur borist á landgrunnið við Svalbarða hafa aukist líkur á því að lirfur hans geti borist með svalsjó til annarra svæða t.d. á landgrunnið við Ísland. Í þessarri ritgerð er reynt að meta líkur á því að snjókrabbi geti borist til Íslands og hvaða afleiðingar slíkt gæti haft fyrir lífríkið á landgrunni Íslands, einkum ýmsar tegundir fiska og krabba.
  Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að snjókrabbi geti borist með köldum hafstraumum frá Svalbarðasvæðinu til Íslands og myndi sennilega þrífast vel á kaldari svæðum. Hinsvegar verður að teljast ólíklegt að krabbinn berist með straumum frá heimkynnum sínum við Austur-Kanada, enda eru hafstraumar, sem þaðan berast, hlýir og tengjast Golfstraumnum. Eins má ekki útiloka að hann berist t.d. með kjölvatni skipa.
  Ekkert er vitað um hugsanleg áhrif snjókrabba á nytjastofna við Ísland og verður því að leita eftir upplýsingum úr gögnum sem unnin hafa verið í tengslum við útbreiðslu og áhrif krabbans í Barentshafi.
  Þó snjókrabbi myndi berast til Íslands verður að telja óliklegt að hér verði veiðanlegur stofn fyrr en eftir 15-20 árum eftir að hans yrði fyrst vart, þar sem krabbinn er ekki veiðanlegur fyrr en eftir allt að 10 ár frá hrygningu.
  Lykilorð: Snjókrabbi, Chionoecetes opilio, nýbúi, umhverfisáhrif

 • Útdráttur er á ensku

  The principal objective of this thesis is to evaluate the probabilities of snow crab (Chionoecetes opilio) being introduced into Icelandic territorial waters considering that it has already been introduced to the Barents Sea and the neighbouring Svalbard region. Snow crab
  is a circum-polar crab species. The first snow crab caught in the Barents Sea was in 1996. Nothing is known about the introduction of the species into the area but the hypothesis has been put forward that the
  larvae were transported with cold oceanic currents from eastern Siberia but it is also considered plausible that they were introduced through the release of bilge water from ships. The number of snow crabs in the Barents Sea has increased a lot since then and it has been estimated that the harvestable stock in 2014 was about 370 million individuals.
  As the snow crab has already been observed on the Svalbard continental shelf it seems likely that its larva could be transported with cold oceanic currents to other areas such as the Icelandic continental shelf. In this thesis it is tried to estimate the probabilities of snow crab
  being introduced into Icelandic waters and the consequences of such an introduction for the marine biota of the area, particularly commercial fish species and crabs. In this thesis it is concluded that snow crab larvae could be carried with the dominant cold oceanic currents from the Svalbard continental shelf into Icelandic waters. It is on the other
  hand considered unlikely that snow crab larvae could be carried with oceanic currents from its native area in eastern Canada as the prevalent oceanic currents are too warm for the development of the larvae. It is, however, impossible to exclude an introduction of larvae from that area through the dumping of bilge water. Nothing is known about the possible effects of snow crab on commercial fish stocks around Iceland and information must thus be inferred from scientific articles on this subject concerning the likely effects of snow crab in the Barents Sea. In the likely event that snow crab will be introduced to Icelandic waters it seems unlikely that any harvestable stock will be present in the next 15-20 years as it takes the crab up to 10 years from hatching to reach harvestable size.
  Keywords: Snow Crab, Chionoecetes opilio, alien invasive species, ecological affect

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK1226 Auður Ósk Emilsdóttir.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna