Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24927
Í þessu verkefni er farið yfir þróun og sögu íslenska togaraflotans. Meðalaldur togaraflotans er greindur og farið yfir nýfjárfestingar. Gerð er greining á helstu útflutningslöndum íslenskra sjávarafurða eftir magni og útflutningsverðmæti. Vinnsluaðferðir um borð í togurum eru skoðaðar eftir tegundum og greining framkvæmd á áhrifamiklum rekstrarþáttum með samanburði á helstu útgjaldaliðum í rekstri frystitogara og ísfisktogara. Sérstaklega er farið yfir rekstur fiskvinnslna.
Markmiðið með verkefninu er að greina þróun á veiðum og vinnslu togara. Greina breytingar á samsetningu veiða og vinnslu og veita innsýn í fyrirætlanir fyrirtækja varðandi þróun skipastólsins. Leitast er við að greina samkeppnishæfni frystitogara gagnvart landvinnslu og greina þörf fyrir frystiskip í framtíðinni.
Helstu niðurstöður eru þær að þörf er á endurnýjun á skipastóli landsmanna. Við munum sjá breytingar á næstu árum í samsetningu togaraflotans þar sem sífellt fleiri aðilar færa sig yfir í vinnslu á ferskum afurðum. Þorskafurðir verða meira unnar í landi og mikil uppbygging mun eiga sér stað í ísfisktogaraflotanum. Vinnsla mun færast á færri og stærri aðila. Skip munu stækka og við munum sjá fyrirtæki sem sérhæfa sig í ákveðnum framleiðsluaðferðum. Það mun hins vegar alltaf vera þörf fyrir frystitogara í íslenska flotanum. Fyrirtæki sem frysta afurðir munu leitast við að auka framleiðslustig úti á sjó og nýta í auknum mæli bitaskurðarvélar í flakavinnslu á sjó. Þeir sem sérhæfa sig í sjófrystingu munu leitast við að skapa fjölbreyttari afurðir og selja t.d. þorskhnakka inn á veitingahúsakeðjur. Frystitogarar munu áfram verða fastir í ákveðnu óvissuferli á meðan tekist er á um veiðigjöld og launakjör sjómanna.
Lykilorð: Frystitogari, ísfisktogari, markaðir, þróun, framtíðarsýn,
The history and development of the Icelandic trawling fleet is constantly changing. In recent years the average age of the trawlers has increased. The demand for investment is high and companies are already investing in ships.
The purpose of my project was to investigate the development of the fishing and producing sector of the Icelandic trawlers as well as research the plans companies have on renewing their fleet. My focus was mainly to compare the competitiveness between wet-fish and freezing trawlers and to identify the need for the freezing trawlers in the Icelandic fleet.
The main findings are that there is a need for renewal in the Icelandic trawler fleet. The coming years will most likely bring big changes with focus on fresh fish production. Larger part of the cod will be processed on land and major development will occur in the wet fish trawling fleet. Fewer and larger parties will handle the processing. Ship will expand and we see companies that specialize in certain manufacturing processes. Despite those changes, the need for freezing trawlers in the
Icelandic fishing fleet remains. Companies that focus on freezing trawlers will seek to increase their production level at sea and take advantage of new technology such as the automatic x-ray water jet cutting. The range of sea frozen products will expand although fewer companies will aim for that category.
Key word: freezing trawler wetfish trawler, cod, markets, development, vision,
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þróun og staða íslenska togaraflotans.pdf | 3,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |