is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24928

Titill: 
 • Aukin flakagæði þorsks : í samstarfi við Fisk Seafood og Vélfag
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Flakanýting og flakagallar hafa gríðarlega mikil áhrif á framlegð í bolfiskvinnslu. Miklar framfarir hafa átt sér stað á síðast liðnum árum í framleiðslu á flökunarvélum með það að markmiði að bæta flakanýtingu og útrýma flakagöllum. Markmið verkefnisins var að skoða hvaða flökunarhraði myndi skila bestri nýtingu og flakagæðum hverju sinni út frá stærð fisks og skurðarhraða flökunarvélar. Einnig var framkvæmd fylgnigreining á flakagöllum til að sjá hvort tengsl væru á milli flakagalla.
  Rannsóknaspurningar verkefnisins voru:
  • Hefur hraði hnífa í M720 flökunarvél frá Vélfagi ehf. áhrif á flakanýtingu og flakagalla?
  • Er flakanýting í M720 flökunarvélinni frá Vélfagi ehf. viðunandi miðað við flökunarstaðla?
  • Er fylgni á milli einstakra flökunargalla?
  • Hversu mikil áhrif hefur mismunandi flakanýting á verðmætasköpun á einu rekstrarári Fisk Seafood?
  Tilraunin fór fram daga 5. – 6. Október, 2015 í landvinnslu Fisk Seafood á Sauðárkróki. Mismunandi stórum þorski var skipt upp í tvo þyngdarhópa; 3,5 - 4,5 kg (n = 60) og 5,0 - 6,5 kg (n = 30). Á degi 1 (D-1) var M720 flökunarvélin stillt á tvo mismunandi skurðarhraða, 376,2 m/mín og 303,9 m/mín. Aðrar stillingar voru eins og þær voru búnar að vera í vinnslunni fram að tilrauninni. Á degi 1 kom í ljós að stillingarnar á vélinni, óháð skurðarhraða voru ekki að skila tilætluðum árangri. Því var fleiri stillingum umfram skurðarhraða breytt á degi tvö. Því sem var breytt var m.a. innri beinastýring víkkuð að framan úr 4 mm í 6 mm. Samhliða því voru gormar á beinastýringunni stífaðir. Einnig var bil á öllum hnífum aukið. Það er því ekki hægt að gera beinan samanburð á degi 1 og degi 2. Samtals voru því hóparnir 8, 4 fyrri daginn og 4 seinni daginn. Fyrri daginn voru eftirfarandi hópar: Hópur 1 (3,5 - 4,5 kg, 376,2 m/mín); Hópur 2 (3,5 - 4,5 kg, 303,9 m/mín); Hópur 3 (5,0 - 6,5 kg, 303,9 m/mín); Hópur 4 (5,0 - 6,5 kg, 376,2 m/mín). Seinni daginn voru eftirfarandi hópar: Hópur 5 (3,5 - 4,5 kg, 376,2 m/mín); Hópur 6 (3,5 - 4,5 kg, 303,9 m/mín); Hópur 7 (5,0 - 6,5 kg, 376,2 m/mín); Hópur 8 (5,0 - 6,5 kg, 303,9 m/mín).
  Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að hægt var að finna tengsl á milli flökunargalla tölfræðilega til að sjá hvar ein vanstilling getur leitt af sér tvo flökunargalla. Útkomur úr t-prófi sýndu ekki tölfræðilegan mun á milli fjölda flakagalla hvorugan daginn. Engu að síður voru allir hópar með of mikinn fjölda af flökunargöllum að mati höfundar. Þegar flakagallar voru bornir saman á milli daga kom í ljós að í léttari flokknum fækkaði flökunargöllum martækt á lægri snúningshraða en í þyngri flokknum fækkaði flökunargöllum marktækt á hærri snúningshraða.
  Flakanýtingin var í lægri kantinum fyrri daginn en batnaði til muna seinni daginn. Verðmætaaukningin fyrir Fisk Seafood reiknuð út frá rekstrarári miðað við meðaltals bætingu á flakanýtingu milli daga myndi skila 22,75 milljónum íkr. á ári.
  Álykta má út frá niðurstöðum verkefnisins að skurðarhraði hnífa í flökunarvélinni hafi haft áhrif á flakanýtingu og væri því fróðlegt að framkvæma áframhaldandi rannsóknir til að staðfesta það frekar.
  Lykilorð: þorskur, M720 flökunarvél Vélfags, flakagallar, flakanýting, skurðarhraði hnífa

 • Útdráttur er á ensku

  The effects of fillet utilization and fillet defects on margin in the demersal fish industry is enormous. Over the past year’s great advancements have been made in the manufacturing of filleting machines the objective being to improve fillet utilization and eradicate fillet defects.
  The objective of this project was to look at what filleting speed would return the best fillet quality and fillet utilization focusing on the size of the fish and the cutting speed used on the filleting machine. Correlation analysis was used to assess the relation between different fillet defects.
  Research questions:
   Do knives cutting speed in the M720 filleting machine from Vélfag ehf. affect fillet utilization and fillet defects?
   Is fillet utilization in the M720 filleting machine from Vélfag ehf. acceptable according to filleting standards?
   Do different filleting defects have some correlation?
   How much does fillet utilization affect the making of capital goods for Fisk Seafood in one operating year?
  The vocational part of the project took place at Fisk Seafood in Sauðárkrókur October 5th – October 6th 2015. Different sized cod was divided into two weight groups; 3,5 - 4,5 kg (n = 60) and 5,0 - 6,5 kg (n = 30). On day 1 ( D-1) the M720 filleting machine was set to 2
  different cutting speeds, 376,2 m/min and 303,9 m/min. No adjustments were made on other settings for the filleting machine. On day 1 it was clear that the settings on the machine, regardless of the cutting speed, were not producing the desired results. On day 2 changes were made to settings other than the cutting speed. Direct internal control was adjusted from 4 mm to 6 mm, concurrently adjustments were also made to springs on the direct control and knives gap increased. Therefore, direct comparison cannot be made between day 1 and day 2.
  In all there were 8 groups, 4 on day 1 and 4 on day 2. The following groups were processed on day 1: Group 1 (3,5 - 4,5 kg, 376,2 m/min); Group 2 (3,5 - 4,5 kg, 303,9 m/min); Group 3 (5,0 - 6,5 kg, 303,9 m/min); Group 4 (5,0 - 6,5 kg, 376,2 m/min), and on day 2 the following
  groups : Group 5 (3,5 - 4,5 kg, 376,2 m/min); Group 6 (3,5 - 4,5 kg, 303,9 m/min); Group 7 (5,0 - 6,5 kg, 376,2 m/min); Group 8 (5,0 - 6,5 kg, 303,9 m/min).
  Results of the project showed that it was possible to find a connection between filleting defects statistically to see where one wrong setting can result in two filleting defects.
  Results from the t-test showed no statistical difference between the number of defects on either day. Nevertheless, it is the authors opinion that all groups had to many fillet defects. When comparison was made between defects on both days, it showed that in the lighter
  groups filleting defects on lower rotation speed were significantly less frequent.
  Fillet utilization on day 1was rather low, but increased on day 2. Value increase for Fisk Seafood calculated from one operation year, compared with the average improvement of the fillet utilization between days would return 22.75 million ikr, per year. From these results
  it can be inferred that the cutting speed of knives in the filleting machine has affected the fillet utilization, it would therefore be interesting to continue with further research to verify it further.
  Keywords: cod, M720 filleting machine from Vélfag, fillet defects, fillet utilization, knives cutting speed

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.4.2040.
Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Dagur Þór lokaútgáfa 5 apríl 2016 A4.pdf2.64 MBLokaður til...01.04.2040HeildartextiPDF
kápa Dagur Þór Baldvinsson(1).pdf494.46 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna