Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24930
Skjátími barna og unglinga hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár með örri þróun tækja á borð við spjaldtölvur, leikjatölvur og snjallsíma. Í kjölfarið hefur umræðan um áhrif aukins skjátíma og sjónvarpsáhorfs á börn og unglinga einnig aukist. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að meiri skjátími unglinga tengist verri andlegri líðan og svefnvenjum. Einnig hafa niðurstöður rannsókna sýnt að strákar eyða að jafnaði meiri tíma fyrir framan skjá heldur en stelpur. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl skjátíma við andlega líðan og svefnerfiðleika unglinga af báðum kynjum á Íslandi. Notast var við spurningalista og gögn úr íslenskum hluta alþjóðlegu rannsóknarinnar Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) frá árunum 2013 og 2014. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 3.480 nemendur í 10. bekk á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að strákar eyða að meðaltali meiri tíma fyrir framan skjáinn en stelpur og marktæk tengsl eru á milli mikils skjátíma og aukinnar andlegrar vanlíðanar og svefnerfiðleika. Niðurstöður sýndu einnig að martæk tengsl voru á milli meiri tölvunotkunar og heildaráhorfs annars vegar og verri andlegrar líðanar og svefnerfiðleika hins vegar. Athyglisvert var að sjá að samkvæmt niðurstöðum voru ekki marktæk tengsl á milli tölvuleikjaspilunar og aukinnar andlegrar vanlíðanar og svefnerfiðleika. Rannsakendur telja að áhugavert væri að rannsaka nánar tölvuleikjaspilun með tilliti til félagslegra þátta og umfangs áhrifa hennar á svefn og andlega líðan.
Lykilorð: Skjátími, andleg vanlíðan, svefnerfiðleikar, kynjamunur, unglingar.
With increasing development of devices like tablet computers, video game consoles and mobile phones, children’s and adolescents’ screen time has been growing fast over the last years. As a result the inevitable discussion on the influence of screen time and television viewing on children and adolescents has been increasing. Results from other studies have shown association between more screen time and sleeping difficulties and decline in mental health. Results have also shown that boys tend to spend more time on average in front of the screen than girls. The objective of this study was to examine the association between screen time and sleeping difficulties and decline in mental health, as well as if there were gender differences in the screen time of Icelandic adolescents. Data and questionnaire from the international survey Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) from 2013–2014 were used. Participants in the study were a total of 3,480 10th grade students from all over Iceland. The results of this study showed that boys spend on average more time than girls in front of the screen, and that there was a significant association between more screen time and sleeping difficulties along with a decline in mental health. The results also showed that there was a significant association between more computer use and total viewing on one hand and sleeping difficulties and decline in mental health on the other. Researchers found it interesting that there was not a significant association between more video gaming and sleeping difficulties and decline in mental health. Researchers suggest and believe that it would be interesting to study more accurately the influence of video gaming with regards to social factors on sleep and mental health.
Keywords: Screen time, mental health, sleeping difficulties, gender differences, adolescents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA.pdf | 351,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |