is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24933

Titill: 
 • Kynjaskipt skólastarf : áhrif kynjaskiptingar á drengi og stúlkur
Skilað: 
 • Maí 2016
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessa verkefnis er að fjalla um kynjaskipt skólastarf út frá rannsóknarspurningunni: Hvað er kynjaskipting og hverjir eru kostir hennar fyrir drengi og stúlkur? Fjallað verður um misvísandi hugmyndir fólks um það hvers vegna kynin eru talin ólík. Sumir aðhyllast eðlishyggjuna sem er talin vera úrelt en með henni er átt við að kynin séu í eðli sínu ólík og að það sé líffræðin sem stjórnar því. Drengir eru sagðir árásargjarnir í eðli sínu á meðan lítið fer fyrir stúlkunum. Enn fleiri aðhyllast mótunarhyggju en hún er sögð andstæða eðlishyggju. Kynin mótast í samfélaginu og því geta stúlkur alveg eins verið árásargjarnar og drengir hlédrægir. Einhverjir kjósa að vera mitt á milli eðlishyggju og mótunarhyggju.
  Börn átta sig snemma á að þau eru af ákveðnu kyni og eru mörg þeirra hrædd við að fara úr fyrir rammann ef samfélagið hefur staðlaðar hugmyndir um það hvað sé að vera drengur eða stúlka. Fyrirmyndirnar eru allt í kring meðal annars í sjónvarpinu og í litabókum. Hugtökin karlmennska og kvenleiki eru sögð eiga góða tengingu við staðalmynd. Mörg börn hafa skoðanir á þeim hugtökum og eru mörg þeirra með staðlaðar hugmyndir samfélagsins á hreinu. Samfélagið getur haft staðlaðar hugmyndir þess efnis að kvenmenn eigi að sjá um þvottinn á meðan karlmenn gera við. Mikilvægt er að börn öðlist sterka sjálfsmynd því hún er sögð sífellt í mótun en það getur reynst erfitt þegar samfélagið stendur í vegi fyrir því sem börnin vilja gera. Í ritgerðinni verður staða kynjanna í skólum skoðuð.
  Lögð er áhersla á leikskólastigið og staldrað sérstaklega við Hjallastefnuna þar sem skólastarfið er kynjaskipt. Farið verður yfir kynjaskiptingu og kynjablöndun en misjafnar hugmyndir eru um hvað virkar best. Jafnrétti er afar mikilvægt og er það tekið fyrir í aðalnámskrá leikskóla 2011.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis is to discuss gender divided education through the following research question: What is gender separation and what are its benefits for boys and girls?
  Conflicting views about gender will be explored. Some adhere to the controversial idea of essentialism that is considered outdated by many. The theory of essentialism states that the sexes are essentially different in nature by grounds of biology. Boys are said to be aggressive while girls are considered docile. Others adopt the constructionist perspective that is considered the opposite of essentialism. Both genders are influenced through social interaction and girls can just as well be aggressive and boys withdrawn. On a scope where social constructionism is on one end and essentialism on the other some would pin their view as somewhere in the middle. Children adopt their gender identity quite early and many are afraid to go against
  socially accepted gender roles. Gender role models are all around for example on television and in children’s coloring books. Children are well aware of the stereotypical gender difference portrayed by the labels masculine and feminine. Female figures do laundry and masculine figures repair things. It is very important for children to develop a strong personal identity. Personal identity evolves throughout life and it can be difficult when children’s personal choices are not considered socially acceptable. The thesis is based on research on gender status in the school system. The focus is on the kindergarten level and schools following the Hjallastefna gender division policy in particular. Gender separation and gender integration in the school environment will be explored and different opinions on what is best will be considered. The
  importance of gender equality is great and confirmed as such in the national school curriculum.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.6.2136.
Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil loksins!.pdf860.45 kBLokaður til...30.06.2136HeildartextiPDF