Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24936
Fyrirtækin Codland ehf og Geosilica ehf hófu samstarf um að þróa vöru sem inniheldur vatnsleysanlegt kalsíum (Ca2+) úr fiskbeinum og kísil (SiO2). Codland notar ensím sem unnin eru úr innyflum bolfisks til að hvarfa fiskúrgang. Við þá vinnslu fellur til nokkuð magn hreinsaðra beina. Í verkefninu eru þau notuð í áframhaldandi vinnslu og tilraunir.
Í verkefninu voru fiskbein fyrst þurrkuð og síðan brennd til að losna við öll auðleyst lífræn efni. Eftir brennslu fiskibeinanna, kom í ljós að 37% af heildarþyngd fyrir brennslu, voru lífræn efni sem fuðruðu upp. Fiskibeinin voru mulinn eftir brennslu þar sem þau eru mikið meðfærilegri í duftformi. Beinaduftið var leyst upp með saltpéturssýru og vetnisperoxíði. Að því loknu var vatnslausnin síuð með Büchner trekt og kalsíumstyrkur mældur í lausn. Hlutfallslegur kalsíumstyrkur í lausninni mældist 24%. Einnig var kalsíumstyrkur mældur í lausn sem hafði verið hlutleyst en nýtnin mældist einungis 50% af nýtni miðað við mælingar fyrir hlutleysingu. Útbúinn var mettuð Na-sítrat lausn og kalsíum fellt út sem kalsíum sítrat. Nýtni á kalsíum mældist 98,4 % við fellingu. Þetta form af kalsíum er hægt er að nota til manneldis. Við upplausn á kalsíum sítrati með fullsterkri saltsýru náðist að fá það í uppleysanlegt form.
Til íblöndunar í kísilvökva er nauðsynlegt að hafa kalsíum í vatnsleysanlegu formi. Þegar það er síðan búið að einangra kalsíum í vatnslausninni er verkefninu lokið og taka þá Codland og Geosilica við.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 2,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |