is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24937

Titill: 
 • Titill er á ensku Long-term health consequences of avalanches in Iceland in 1995: A 16 year follow-up
 • Langtíma heilsufarslegar afleiðingar snjóflóða á Íslandi árið 1995: 16 ára eftirfylgd
Námsstig: 
 • Doktors
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background and aims: Mental health research has increasingly focused on the detrimental consequences of disasters on the health of survivors. However, to date, no study has investigated the effects of avalanches on survivor’s health beyond the first years. The aim of this thesis was to examine long-term health status of avalanche survivors 16 years after exposure. Furthermore, we aimed to assess potential risk factors for posttraumatic stress disorder (PTSD) symptoms among survivors in the long-term; particularly among those who were children at the time of the trauma.
  Materials and methods: Participants were 286 inhabitants of avalanche
  stricken towns (Sudavik and Flateyri) in the Westfjords of Iceland in 1995
  (exposed group), irrespective of whether they were in or out of town at time of
  the avalanches and 357 residents of two towns in 1995 (Breiddalsvik and
  Raufarhofn) not geographically threatened by avalanches (unexposed group).
  Response rate for the avalanche survivors was 72% (286/399) and 66% (357/541) in the comparison group. Self-report questionnaires were sent in 2011 assessing background characteristics, disaster-related experiences and physical and mental health status. PTSD symptoms were assessed with the Posttraumatic Diagnostic Scale (PDS); sleep problems with the Pittsburgh Sleep Quality Index (PSQI) and PTSD-related sleep disruptions with the Pittsburgh Sleep Quality Index Addendum for PTSD (PSQI-A).
  Results: The avalanche and comparison groups where similar on all background characteristics. Results indicate that overall 16% of survivors experience current avalanche specific PTSD symptoms (PDS score > 14). In addition, compared to the non-exposed group, survivors present with increased risk of PTSD hyperarousal symptoms (>85th percentile) (adjusted relative risk [aRR] = 1.83; 98.3% confidence interval [CI] 1.23–2.74), musculoskeletal and nervous system problems (aRR 1.43; 99% CI 1.06–1.93) and gastrointestinal problems (aRR 2.16; 99% CI 1.21–3.86).
  Of sleep-related disturbances, we found that survivors were at increased risk of both general sleep-related problems (PSQI score > 5) (aRR =1.34; 95% CI 1.05–1.70) and PTSD-related sleep disturbances (PSQI-A score ≥ 4) (aRR=1.86; 95% CI [1.30–2.67]) compared to the non-exposed group. When assessing sleep disturbances across the developmental spectrum, we found that survivors who were children at the time of the disaster were 2.58 times (95% CI 1.33-5.01) more likely to have PTSD-related sleep disturbances in adulthood than their non-exposed peers, especially symptoms of acting out dreams (aRR=3.54; 95% CI 1.15-10.87). Those who were adults at time of the exposure however had increased risk of trauma-related nightmares (aRR=2.69; 95% CI 1.07-6.79 for young adults, aRR=3.07; 95% CI 1.51-6.24 for adults) compared to their non-exposed peers.
  Among avalanche survivors, predictors of clinically significant PTSD symptoms (CS-PTSDS) in a multivariate analysis were lack of social support (aRR 2.90; 95% CI 1.37-6.13) and financial hardship in the aftermath of the trauma (aRR 2.47; 95% CI 1.16-5.26). In addition, providing assistance in the aftermath of the avalanche (aRR 1.95; 95% CI 1.04-3.64) was inversely associated with CS-PTSDS. When examining childhood survivors separately, independent predictors of PTSD symptoms 16 years post-trauma in a multivariate regression model were lack of social support (t = 4.22, p <0.001) and traumatic reactions of caregivers in the aftermath of the disaster (t = 2.49, p <0.05).
  Conclusions: The results indicate that disasters can have long-standing effects on survivor’s health 16 years later, manifesting as sleep disturbances, stress- related physical symptoms and PTSD symptomology. The long-term sequelae of PTSD symptoms may be prevented by strengthening survivor’s support systems and for children, focusing on alleviating caregiver’s distress symptoms. Results highlight the need for health care services to provide long- term assistance to disaster communities, especially evidence-based PTSD and sleep treatment.

 • Inngangur: Rannsóknir á geðheilbrigði hafa í auknum mæli beint sjónum að áhrifum hamfara á þolendur. Hins vegar hefur engin rannsókn áður kannað heilsufar þolenda snjóflóða lengur en fyrstu árin eftir áfallið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna andlegt og líkamlegt heilsufar þolenda snjóflóða 16 árum eftir áfallið. Ennfremur að kanna hugsanlega áhættuþætti fyrir langvarandi áfallastreituröskun einkum hjá þeim sem voru börn þegar að áfallið átti sér stað.
  Þátttakendur og aðferðir: Þátttakendur voru 286 íbúar Súðavíkur og Flateyrar árið 1995 þegar snjóflóðin féllu, óháð því hvort þeir voru á staðnum eða ekki þegar snjóflóðin féllu og 357 íbúar Breiðdalsvíkur og Raufarhafnar (þorp sem eru ekki á snjóflóðahættusvæði) árið 1995. Svarhlutfall þolenda snjóflóðanna var 72% (286/399) og 66% (357/541) hjá samanburðarhópnum. Spurningalistar sem mátu bakgrunnsþætti, upplifun þolenda á snjóflóðunum og heilsufar voru sendir þátttakendum árið 2011. Einkenni áfallastreituröskunar voru metin með Posttraumatic Diagnostic Scale (PDS), svefnvandamál með Pittsburgh Sleep Quality Index (PSQI) og ÁSR tengd svefnvandamál með Pittsburgh Sleep Quality Index Addendum for PTSD (PSQI-A).
  Niðurstöður: Þolenda- og samanburðarhópur voru sambærilegir m.t.t. bakgrunnsþátta. Niðurstöður benda til að 16% þolenda snjóflóðanna upplifi ÁSR-einkenni tengd snjóflóðunum (PDS stig > 14). Þolendur voru í aukinni áhættu á að upplifa einkenni um ofurárvekni (>85. hundraðsmark) (adjusted relative risk [aRR] = 1.83; 98.3% confidence interval [CI] 1.23– 2.74), einkenni frá stoðkerfi og taugakerfi (aRR 1.43; 99% CI 1.06–1.93) og meltingarfærum (aRR 2.16; 99% CI 1.21–3.86) en samanburðarhópurinn. Þolendur voru einnig líklegri til að upplifa almenn svefnvandamál (PSQI skor > 5) (aRR = 1.34; 95% CI 1.05–1.70) og svefnvandamál tengd ÁSR (PSQI-A skor ≥ 4) (aRR=1.86; 95% CI [1.30– 2.67]) en samanburðarhópurinn. Þegar svefntruflanir voru skoðaðar eftir þroskastigi kom í ljós að þolendur, sem voru börn þegar að snjóflóðin féllu, voru 2.58 (95% CI 1.33-5.01) sinnum líklegri til að upplifa ÁSR- tengd svefnvandmál á fullorðinsárum en óútsettir jafnaldrar sínir, sérstaklega að bregðast líkamlega við draumum sínum (aRR=3.54; 95% CI 1.15-10.87). Hins vegar voru þolendur, sem voru fullorðnir þegar snjóflóðin féllu, líklegri til að upplifa áfallatengdar martraðir en óútsettir jafnaldrar þeirra (aRR=2.69; 95% CI 1.07-6.79 fyrir unga fullorðna, aRR=3.07; 95% CI 1.51-6.24 fyrir fullorðna).
  Forspárþættir fyrir einkenni ÁSR í fjölbreytugreiningu voru skortur á félagslegum stuðningi (aRR 2.90; 95% CI 1.37-6.13) og fjárhagslegir erfiðleikar eftir hamfarirnar (aRR 2.47; 95% CI 1.16-5.26). Öfugt samband fannst á milli einkenna ÁSR og að veita aðstoð í eftirmála snjóflóðsins (aRR 1.95; 95% CI 1.04-3.64). Þegar þeir þolendur, sem upplifðu snjóflóðin sem börn voru metnir sérstaklega, reyndust forspárþættir einkenna ÁSR 16 árum eftir áfallið í marghliða dreifigreiningu vera skortur á félagslegum stuðningi (t = 4.22, p <0.001) og áfallatengd viðbrögð umönnunaraðila eftir hamfarirnar (t = 2.49, p <0.05).
  Ályktun: Niðurstöður benda til að hamfarir geti haft langvarandi áhrif á heilsu þolenda 16 árum síðar. Þau birtast sem streitutengd líkamleg vandamál, svefntruflanir og einkenni ÁSR. Hugsanlega er hægt að fyrirbyggja langtíma afleiðingar ÁSR með því að styrkja stuðningskerfi þolenda og leggja áherslu á að draga úr streitueinkennum ummönnunaraðila barna, sem eru þolendur. Niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að þolendum hamfara standi til boða heilbrigðisþjónusta til langs tíma, þá sérstaklega gagnreynd meðferð við einkennum ÁSR og svefnmeðferð.

Styrktaraðili: 
 • The study is funded by the University of Iceland Research Fund, the Icelandic Research Fund for Graduate Students (Rannis), the Landspitali University Hospital Research Fund and the Nordic Centre of Excellence for Resilience and Societal Security (NORDRESS), which is funded by the Nordic Societal Security Programme.
Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doktorsritgerð_Edda_B_Þórðardóttir.pdf3.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna