Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24939
Starfshlutverkið er eitt af mikilvægustu hlutverkunum sem fólk gegnir á fullorðinsárum og hefur áhrif á sjálfsmynd þess, ánægju og vellíðan. Starf og starfsumhverfi sjómanna er sérstakt að því leyti að vinna þeirra fer fram á hafi úti og þeir eru því fjarverandi frá fjölskyldu sinni í lengri tíma í einu. Starf þeirra einkennist af vöktum þar sem skiptist á vinna og frí, en því vill fylgja óreglulegur svefn. Einnig hefur veðrátta mikil áhrif á starfsumhverfi þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá innsýn í líf sjómanna, bæði á sjó og í landi. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar: (1) Hvernig verja sjómenn tíma sínum á sjó og í landi? (2) Hverskonar iðjuverur eru sjómenn? Til að svara spurningunum var notað blandað rannsóknarsnið. Megindlegum gögnum var safnað með „iðjuhjólinu“ sem er verkfæri til að skoða vanamynstur fólks og er byggt á Líkaninu um iðju mannsins (Model of Human Occupation). Eigindlegra gagna var aflað með opnum viðtölum til að fá ítarlegar upplýsingar um iðju sjómannanna, heilsu og umhverfi. Þátttakendur í rannsókninni voru sex sjómenn á aldrinum 26-39 ára, valdir með hentugleikaúrtaki. Þeir störfuðu allir á frystitogara og voru á sjó í að minnsta kosti þrjár vikur í senn. Viðtölin voru tekin í gegnum síma og voru hljóðrituð og skrifuð upp orðrétt. Við gagnagreiningu var stuðst við sniðmát þar sem þemun voru sótt til hugtaka í Líkaninu um iðju mannsins (MOHO). Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur höfðu flestir alist upp við sjómennsku og stundað hana frá unga aldri og líkaði hún vel þrátt fyrir að vinnan væri erfið og hún reyndi á líkamann. Áhugi á starfinu og sjónum auk góðra launa og langra fría voru helstu hvatarnir. Líf þeirra og vanamynstur annars vegar á sjó og hins vegar á landi var töluvert ólíkt. Á sjónum vörðu þeir mestum tíma í vinnu en í landi nýttu þeir tímann til að sinna heimili og fjölskyldu ásamt því að huga að sjálfum sér. Gildi rannsóknarinnar fyrir iðjuþjálfafagið felst í því að auka skilning á sjómönnum sem iðjuverum, iðju þeirra og umhverfi og hvernig þeir fara að því að aðlagast tvöföldu lífi.
Meginhugtök: Iðja, sjómenn, vanamynstur, aðlögun.
Occupation is one of the more important roles that people take on in their adult life and affects their identity, satisfaction and well-being. The roles and work environment of fishermen is unique in the sense that their work is carried out at sea and they are therefore absent from their families for long periods of time. Their work is characterized by shifts, alternating work periods and down time, which can cause irregular sleep patterns. Weather is also a major factor in the working environment. The purpose of this study was to gain insight into the lives of fishermen, both while at sea and ashore. Two questions were put forward: (1) How do the fishermen spend their time at sea and ashore? (2) What kind of occupational beings are fishermen? Mixed research method was used to answer the questions. The quantitative data was collected by using the „activity wheel“ which is a tool for viewing habituation of people and is based on the Model of Human Occupation (MOHO). Qualitative data was collected through open interviews to obtain detailed information on the job functions, health and environment of fishermen. The participants for the study were six fishermen aged from 26-39 years old, selected by convenience sampling. They all worked on freezer trawlers and were at sea for at least three weeks at a time. The interviews were conducted by telephone and were taped and written verbatim. The data analysis was based on a template where the themes were applied to concepts in the Model of Human Occupation. The main findings were that most of the participants had grown up in the fishing industry and had pursued that career from a young age and liked it even though the work was difficult and put a stain on the body. Their interest in the job and the sea, as well as in good wages and long periods of time off were the main incentives. Their life and habituation where quite different at sea and ashore. At sea they spend most of their time working but ashore they use their time to take care of their homes and families along with taking care of themselves. The value of this study for the occupational therapy profession lies in the understanding of fishermen as occupational beings, their occupation and environment and how they manage adapting to living a double life.
Keywords: Occupation, fishermen, habituation, adjustment.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Sjómennskan er ekkert grín - lokaútgáfa PDF.pdf | 1.47 MB | Open | Heildartexti | View/Open |