is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24940

Titill: 
 • Starfsandi og einelti á vinnustöðum : eru starfsmannasamtöl til að bæta starfsandann og samskipti?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sífellt er verið að styrkja samskipti á vinnustöðum í þeim tilgangi að auka starfsánægju, draga úr starfsmannaveltu og auka gæði þjónustu. Samskipti hafa einnig breyst á síðustu árum vegna örra tæknibreytinga og hrun efnahagskerfsins gerði að verkum að störf lögðust af, verkefni fluttust milli fólks og hagrætt var á fleirum sviðum. Allt hefur þetta reynt á samskipti bæði starfsmanna og stjórnenda. Nú sem áður er einnig kynslóðabil á vinnumarkaði auk þess sem hann er kynskiptur. Þannig eru starfsmenn sveitarfélaga um 70% konur og 30% karlar.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða einelti og annað áreiti, starfsanda og starfsmannatamtöl hjá félagsmönnum Kjalar. Settar voru fram þrjár rannsóknarspurningar: (1) Er einelti eða annað óæskilegt áreiti til staðar á vinnustöðum Kjalar og ef svo er, hverjir eru gerendur? (2) Hvernig er starfsandinn á vinnustöðunum og hvaða áhrif hefur hann á tíðni eineltis eða annarra áreita? (3) Hvernig er líðan starrfsmanna í samskiptum við stjórnendur og hver er eftirfylgni í kjölfar starfsmannasamtala?
  Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að 7% þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum, 10% starfsmanna hjá ríkinu og 3% hjá öðrum vinnuveitendum, verði fyrir einelti frá samstarfsfólki og/eða yfirmönnum. Einelti af hálfu viðskiptavina og/eða skjólstæðinga mældist 3%. Starfsandinn var almennt hvetjandi/styðjandi og afslappaður/þægilegur. Marktæk tengsl eru við tíðni eineltis sem hefur áhrif á starfsanda, hvort sem um var að ræða vinnustaði sem voru hvetjandi og styðjandi, lítið afslappaður og þægilegur og stífur og reglufastur af hálfu samstarfsmanna og/eða yfirmanna. Almenn ánægja virðist ríkja með stjórnun vinnustaða. Starfsmannasamtölum var aðeins fylgt eftir í 40% tilfella og um 30% svarenda greindu frá að það hefði verið með öðrum hætti heldur en svarmöguleikar gáfu til kynna.
  Í ljósi þessara niðurstaðna væri gott ef starfsmenn og stjórnendur áttuðu sig á alvarleika eineltis og hvernig hann endurspeglast í starfsanda á vinnustöðum. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að ef starfsmannasamtöl eiga að þjóna sínum tilgangi þá þarf að fylgja þeim betur eftir með þarfir vinnustaðarins og starfsmanna að leiðarljósi.

 • Útdráttur er á ensku

  Communication in the workplace is continually being strengthened in order to increase job satisfaction, reduce turnover and increase service quality. Rapid technological changes have also effected communication and the collapse of the economy caused projects to be cancelled, moved between people and optimization in various areas. All this has strained communication in the work place, for both employees and management. In addition there is both a gender segregation and a generational gap in the labour market, with local governments employing 70% women and 30% men. The purpose of this study was to look at bullying, other harassment, morale and employee interviews by members of Kjölur. We set out with three research questions: (1) Is bullying or other inappropriate harassment present in the workplaces of Kjölur, and if so, who are the perpetrators? (2) How is the morale in the workplace and how does it affect the incidence of bullying or harassing others? (3) How do employees feel in communication with managers and how are employee interviews followed up? The study indicates that 7% of those employed in municipalities, 10% of employees of the State and 3% of those working for other employers, have been bullied by co-workers and/or supervisors. Bullying by customers and/or clients was 3%. The morale was generally encouraging/supportive and relaxed/comfortable. Significant relationship was shown between the prevalence of bullying and morale, whether it was in workplaces encouraging and supportive, relaxed and comfortable or with stiff and tight regulation by colleagues and / or superiors. General satisfaction seems to be in management workplaces. Staff interviews were followed up in 40% of cases and in 30% of cases it had been done differently than indicated. In light of these findings employees and managers need to realize the seriousness of bullying and how it reflects in the morale in the workplace and if employee interviews are to serve its purpose they need to be followed up with the needs of the workplace and employees in mind.
  Keywords: Employment, bullying, communication, harassment, employee interviews.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_AJB_LOKASKJAL_2016.pdf916.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna