is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2495

Titill: 
 • Starfsleyfi fyrir atvinnustarfsemi sem getur haft í för með sér mengun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinn er fjallað um starfsleyfi fyrir umfangsmikinn atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun og gefin eru út af Umhverfisstofnun á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfi sem þessi eru eitt af mikilvægustu stjórntækjum umhverfisréttarsins og hafa mikil áhrif á umhverfið og nýtingu þess.
  Þar sem lítið hefur verið ritað um starfsleyfi þessi er umfjöllunin óhjákvæmilega nokkuð yfirgripsmikil. Meginmarkmið ritgerðarinnar er þó að skoða hvernig og hvort reglur stjórnsýsluréttarins og lagaáskilnaðarregla atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar hafi áhrif á útgáfu þeirra og efni. Í því skyni eru aðallega greindir úrskurðir umhverfisráðuneytisins í málum sem varða starfsleyfin en einnig eru skoðaðir þeir úrskurðir úrskurðarnefndar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem hugsanlega geta átt við. Ekki er mörgum dómum um gildi starfsleyfa, til að dreifa en nefndir eru þeir dómar sem hugsanlega geta varpað ljósi á umfjöllunarefnið í víðara samhengi.
  Þeirri spurningu er velt upp hvort að ströng túlkun lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og lagaáskilnaðarreglu atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar eigi að víkja að einhverju leyti þegar ákvarðanir sem varða umhverfi eru teknar. Starfsleyfin sem hafa verið rædd varða mikilsverða hagsmuni margra aðila. Þau snerta ekki einungis þann sem eftir þeim sækist heldur einnig þá sem búa í grennd við starfsleyfisskylda starfsemi. Í víðara samhengi má einnig segja að þau snerti allt samfélagið. Því má segja að oft er það fremur umhverfið en leyfishafinn sem þarfnast frekari verndar réttarins í víðtækri merkingu. Í umfjölluninni hefur þó verið bent á það að dómstólar hafa túlkað ofangreindar meginreglur strangt jafnvel þótt að um sé að ræða ákvarðanir sem varða umhverfið.
  Rannsóknin var sett í ákveðið sögulegt samhengi með það í huga að gera grein fyrir því hvaðan slíkar reglur koma. Fjallað er um helstu lög og reglur allt frá árinu 1905 sem mögulega geta varðað slík leyfi. Afar áhugavert er að skoða þróunina og það hvernig áherslan hefur orðið meiri á lögmæti og lagaáskilnað reglna sem varða leyfin síðustu ár.

Samþykkt: 
 • 7.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAUTGAFA_fixed1.pdf837.4 kBLokaðurHeildartextiPDF