is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24956

Titill: 
  • Einkalíf og eftirlit : áhrif raunveruleikaþátta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru raunveruleikaþættir. Markmið ritgerðarinnar er að reyna að skýra út raunveruleikaþætti. Raunveruleikaþáttum og heimildaþáttum er oft líkt saman. Útskýrður er munurinn á raunveruleikaþáttum og heimildaþáttum, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvað ekki. Umræðan í heiminum er sú að raunveruleikaþættir hafa veruleg áhrif á ungt fólk í dag. Reynt er að útskýra hvaða áhrif raunveruleikaþættir hafa, bæði á þá sem taka þátt í þeim og svo þá sem horfa á þá. Miðað við umræðuna sem átt hefur sér stað eru fjölmiðlar margir hverjir að verða að götumiðlum vegna forheimskunar í markaðsvæðingu. Því er skoðað hvaða áhrif tæknibreytingar og markaðsvæðing miðlanna hafa haft á raunveruleikasjónvarp. Að lokum er reynt að svara spurningu um hvort raunveruleikaþættir geti gengið í íslensku samfélagi. Sendar voru spurningar á nokkra þátttakendur raunveruleikaþátta á Íslandi til að reyna að fá betri niðurstöður.
    Helstu niðurstöður sýna að það er munur á milli raunveruleikaþátta og heimildaþátta þar sem heimildaþættir eru með mun skýrara handrit en raunveruleikaþættir. Þættirnir eiga samt margt sameiginlegt og hafa heimildaþættir til að mynda haft áhrif á gerð raunveruleikaþátta. Raunveruleikaþættir virðast hafa mikil áhrif á bæði þá sem taka þátt í þeim og þá sem horfa á þá. Áhrifin eru yfirleitt slæm en þó er undantekning á reglunni. Tæknin gerir sjónvarpsstöðvum kleift að framleiða mun ódýrari skemmtiefni en á sama tíma minkar hlutverk fjölmiðla sem upplýsingaveita samfélagsins. Miðað við niðurstöður þá virðist Ísland vera of lítið fyrir sína eigin raunveruleikaþætti, þar sem framleiðsla á íslenskum raunveruleikaþáttum hefur ekki verði langlíf.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this essey is reality TV. The goal of the essey is to try to explain reality show. Reality show and documentaries often compared together. Explaining the difference beetween reality show and documentaries, what they have in common and what not. The debate in the
    world is that reality shows have a significant impact on young people today. Trying to explain the impact of reality have both those who participate in them and those who watch them. Given the debate that has occurred in the media, many of whom become Tabloid media because
    dumbing down in commercialization. Therefore browse technology-commercialization and media have had on Reality. Finally, attempts to answer the question of whether reality can exchange in Icelandic society. Questions were sent to several participants in reality show in
    Iceland to try to get better results. The main results show that there is a difference between reality show and documentaries where Documentary are with more lucid script but reality show. Both types of shows have much in common and Documentary, for example, had effect on reality show. Reality TV seems to have a major impact on both those who participate in them and those who watch them. The effects are usually bad, but it is an exception to the rule. The technology allows TV channels to produce
    much cheaper entertainment that at the same time reduces the role of media as an information society. Based on the results it appears Iceland too small for their own reality show, where production of Icelandic reality show have not been prolonged.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 13.6.2016.
Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einkalíf og eftirlit BA-ritgerð.pdf461,47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna