is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24957

Titill: 
 • „Þetta er bara eins og að lenda í slysi“ : hafa alvarleg atvik sem upp koma í fæðingum áhrif á líðan og störf ljósmæðra og ef svo er, hvaða?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ljósmæður vinna gjöfult starf þar sem þær fá þann heiður að aðstoða konur við að koma börnum sínum í heiminn. Það eru ekki einungis hamingja og gleðistundir sem fylgja ljósmóðurstarfinu því ýmis alvarleg atvik geta komið upp sem reynt geta á ljósmæður. Megin markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort alvarleg atvik í fæðingum hafi áhrif á líðan og störf ljósmæðra og ef svo væri, hver áhrifin eru. Fáar rannsóknir hafa beint sjónum sínum að þessu viðfangsefni hérlendis sem erlendis. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru djúpviðtöl við sex starfandi ljósmæður á þremur mismunandi stofnunum á landsbyggðunum og eiga ljósmæðurnar það allar sameiginlegt að hafa verið beinir hlutaðeigendur í alvarlegum atvikum, þ.e. líf eða heilsa móður og / eða barns var í hættu. Niðurstöður eru að alvarleg atvik í fæðingum hafa áhrif á líðan og störf ljósmæðra. Skammvinnari áhrif á líðan eru merkjanleg streita, efi um rétta meðhöndlun atviksins og endurteknar hugsanir um það. Langvinnari persónuleg áhrif felast einnig í endurteknum hugsunum svo og tilfinningu af því að atvikið fylgi alltaf. Helstu áhrif á störf eru ótti við að þurfa að takast á við áþekk atvik aftur, aukin hættuhugsun og að vera á varðbergi. Meðal annarra niðurstaðna eru að ljósmæðrum finnst skorta aðgengi að sálrænni aðstoð við úrvinnslu alvarlegra atvika og að mikil þörf sé á að sú aðstoð sé bundin í fast ferli á hverri fæðingastofnun. Ljósmæður sýndu mikla samkennd með skjólstæðingum sínum í alvarlegum atvikum. Stuðningur samstarfsfólks, vissan um að hafa brugðist rétt við í aðstæðum og sálræn aðstoð við úrvinnslu voru mikilvægir hlutar bataferlisins.
  Lykilorð: alvarleg atvik, ljósmæður, líðan, heilbrigðisstarfsfólk, annars stigs þolendur, fæðing.

 • Útdráttur er á ensku

  The work of midwives endures as a rewarding job, as modern midwives support women to bring their children into the world. In addition to the numerous rewards of the profession, a number of serious complications can arise in the process of birth that test the fortitude of midwifes. The main aim of this study is to determine whether adverse events during birth impact the wellbeing and work of midwives and if so, what those impacts are. Little has been written on this subject, and a qualitative approach was used to meet the aims of the research. Interviews were conducted with six midwives working at three different institutions. The participants were employed in rural regions in Iceland and all have directly participated in one or more adverse event. The results of this study indicate that adverse events during childbirth did negatively impact the wellbeing of midwives. Short term, participants reported increased stress, doubting the proper handling of the event, and recurring thoughts of the event. In the longer term, participants in the study reported recurrent thoughts about the adverse event and a sense of the event leaving a lasting impact on them. The main impact on job performance was fear of encountering a similar situation again, increased risk-thinking and being more alert. Among other notable results, midwives feel a lack of access to psychological assistance processing the adverse events, pointing to a need for more transparent procedures for dealing with the events. Midwives showed high levels of empathy with their client’s adverse events. Constructive support of colleagues, the certainty of having dealt properly with the adverse event and psychological assistance after attending complicated births are important aspects of the recovery process for the midwives in this study.
  Keywords: adverse events, midwives, health care workers, second victims, child birth

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Þetta er bara eins og að lenda í slysi.pdf870.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna