Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24963
Í þessu verkefni er kannað hver sé stærðarhagkvæmni hjúkrunarheimila sem reka sig á daggjöldum frá Sjúkratryggingum Íslands. Einnig er kannað hvort núverandi daggjöld séu nægilega há til að heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutfall faglærðra í umönnun og skilað góðum afgangi í annan kostnað eins og stjórnunarkostnað, laun starfsmanna sem ekki sinna umönnun, rekstur tölvukerfa, símakostnaða, afnotagjalda o.fl. Auk þess er þróun daggjalda og launa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglærðra borin saman.
Tíu heimili víðsvegar á landinu í þremur stærðarflokkum tóku þátt í rannsókninni og gáfu upp ýmsar upplýsingar um rekstur og mönnun heimilanna. Staða heimilanna í lok árs 2015 voru greindar og í framhaldinu voru settar upp þrjár rekstraráætlanir fyrir árið 2016, ein með núverandi mönnun, ein með lágmarkshlutfalli faglærðra og ein með lágmarkshlutfalli faglærðra og lágmarksfjölda umönnunarklukkustunda. Til að leggja mat á rekstrarstöðu heimilanna í árslok 2016 var hlutfall afgangs af tekjum skoðaður og ályktað hvort um hagkvæma rekstrarstöðu sé um að ræða.
Niðurstöður sýna að það sé fjárhagslega hagkvæmt fyrir lítil heimili að reka sig samkvæmt lágmarksviðmiðum landlæknis en meðalstór og stór heimili eiga mestan afgang ef höfð er núverandi mönnun. Einnig er hægt að álykta að daggjöld Sjúkratrygginga séu ekki nægilega há til að heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda á íbúa á sólarhring og hlutfall faglærðra í umönnun.
Lykilorð: hjúkrunarheimili, daggjöld, rekstraráætlun, stærðarhagkvæmni, hagkvæmasta rekstrarstaðan.
This project evaluates the economies of scale for nursing homes that are run on founds from Icelandic Health Insurance.
Additionally it also looks at whether the current daily rates are sufficiently high so the nursing homes can fulfill the minimum criteria, that is set by The Directorate of Health, for number of care hours and skilled caretakers (nurses, assistant nurses). Do these nursing homes, after the minimum criteria have been met, have enough money leftover for administrative, other employees (kitchen, washing room, etc.), managing computer systems and other things?
In addition, the development of daily rates payments and salaries of nurses, assistant nurses and unskilled compared.
Ten nursing homes from allover Iceland, in three size categories, participated in the study and gave up information about their operation and staffing. Their status, at the and of the year 2015, was analyzed and from the results three business plans for 2016 were set up to show results with different staffing models.
Key words: Nursing homes, Daily rates, economies of scale, Business plans, Optimal rate of output.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mönnun hjúkrunarheimila.pdf | 1,53 MB | Lokaður til...25.04.2136 | Heildartexti |