is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24966

Titill: 
 • Áhrif þverfaglegrar lífsstílsmeðferðar og magabandsaðgerðar vegna offitu á Íslandi : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Offita er heimslægt heilsufarsvandmál og orsök margra langvinnra sjúkdóma. Alvarlegastir þeirra eru sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar. Áhættuskimun og fræðsla til áhættuhópa er ákveðin forvarnarleið sem fagfólk getur veitt.
  Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn er að skoða langtímaáhrif á heilsutengd lífsgæði af þverfaglegri lífsstílsmeðferð annars vegar og magabandsaðgerð hins vegar. Við gerð rannsóknarinnar verður notast við megindlega rannsóknaraðferð og verða þrjú mælitæki notuð; SF-36 heilsukvarði, sem metur heilsutengd lífsgæði, The Finnish Type 2 Diabetes Risk Assesment Form (FINDRISC), sem metur áhættu á að þróa með sér sykursýki II, og Áhættureiknir Hjartaverndar, sem metur áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóm.
  Öllum einstaklingum á aldrinum 35-75 ára á Íslandi sem sækja um að fara í magabandsaðgerð eða lífsstílsmeðferð verður boðin þátttaka í rannsókninni. Verða mælitækin þrjú notuð til að bera saman hópana tvo í upphafi meðferðar, að sex mánuðum liðnum og eftir eitt ár.
  Áætlaður heildarfjöldi verða 210 einstaklingar, sem miðast við þá sem nýttu sér þessi úrræði árið 2015. Magabandsaðgerð gegn yfirþyngd var farið að framkvæma á Íslandi árið 2015 og fer fjöldi aðgerðarþega sívaxandi. Þverfagleg lífstílsmeðferð er annað þekkt úrræði og fundu höfundar enga rannsókn sem ber saman þessar meðferðir.
  Helsta ályktunin er að mælitækin séu hentug til að meta heilsutengd lífsgæði og skima fyrir sykursýki II og hjarta- og æðasjúkdómum. Spurningalistarnir eru einfaldir í uppsetningu og þeim er auðsvarað. Þörf er á aukinni þekkingu og faglegri ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingum til þeirra sem leita úrræða gegn yfirþyngd.
  Lykilhugtök: Yfirþyngd og offita, líkamsþyngdarstuðull (LÞS), heilsutengd lífsgæði, þverfagleg lífsstílsmeðferð, magabandsaðgerð.

 • Útdráttur er á ensku

  Obesity is a worldwide health problem and the cause of many chronic diseases. The most severe being type II diabetes and heart disease. Risk screening and health education is a prevention method that professionals can provide.
  This research proposal is a final thesis for a BSc degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose is to compare the long-term effect of interdisciplinary lifestyle management and gastric-band surgery on quality of life.
  A quantitative study will use; SF-36 health scale to evaluate quality of life, The Finnish Type 2 Diabetes Risk Assesment Form (FINDRISC); to screen for the risk of developing type II diabetes, and the Heart Risk Calculate to assesses the risk of developing coronary heart disease.
  All individuals in the age range of 35-75 years applying for gastric-band surgery or lifestyle therapy in Iceland will be invited to participate in the study. The estimated total number of participants will be 210 and based on people who took advantage of these treatments in 2015. The two groups will be compared at baseline, after 6 months and after one year.
  Increasing number of Icelandic recipients choose Gastric-Band surgery as a treatment for obesity. Multidisciplinary lifestyle therapy is another known resort. The authors found no study that compares these two treatments.
  Our main conclusion is that the measuring instruments are suitable to evaluate quality of life and to screen for type II diabetes and coronary heart disease. The questionnaires are simple and easily answered. There is a need for knowledge and professional advice from nurses to those who seek treatment for obesity.
  Key words: Overweight and obesity, body max index, health-related quality of life, multidisciplinary lifestyle therapy, gastric band surgery.

Samþykkt: 
 • 6.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif þverfaglegrar lífsstílsmeðferðar og magabandsaðgerðar vegna offitu á heilsutend lífsgæði.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna